Leita í fréttum mbl.is

Krefst Kristín rektor skýringa hjá Gylfa og Þórólfi?

kristin-ingolfsdottir_rektor_hiFáir hafa haft jafn rangt fyrir sér í umræðunni um Icesave-málið og tveir kennarar við Háskóla Íslands. 

Eftir Icesave-dóminn standa upp úr í þeirri umræðu hástemmdar yfirlýsingar þeirra Gylfa Magnússonar dósents í viðskiptafræði og Þórólfs Matthíassonar prófessors í hagfræði.

Gylfi sagði að Ísland yrði Kúba norðursins ef Icesave-samningar yrðu ekki samþykktir.

Þórólfur sagði að lífskjör myndu hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi aukast og við værum að horfa upp á hrikalega sviðsmynd.

Nú verður að ætla að þessir menn byggi ummæli sín á fræðilegri þekkingu. Ekki verður annað séð en að slík þekking sé þá gagnslaus.

Ef þeir byggðu ummælin ekki á fræðilegri þekkingu, hvað þá? Voru þau byggð á einhvers konar pólitískri óskhyggju. Nú breytir það í sjálfu sér litlu að Gylfi var ráðherra þegar hann lét ummælin falla. Hann var í leyfi frá kennarastörfum sem hann hefur nú aftur horfið til.

Háskóli Íslands vill láta taka sig alvarlega í þjóðlífinu hér á landi. Því verður að gera þá kröfu að ummæli háskólakennara um svo viðkvæm mál séu byggð á faglegri þekkingu.

Er ekki ástæða til þess fyrir Kristínu Ingólfsdóttur, háskólarektor, að kanna á hvaða grunni þessir háskólakennarar byggðu þessar stórkarlalegu staðhæfingar sínar sem hafa svo reynst algjörlega tilhæfulausar.

Þjóðin sem borgar laun þessa fólks á alltént heimtingu á að vita hvers vegna þessir menn höfðu svo hrikalega rangt fyrir sér. Þeir voru jú að reyna að fá fólk til að samþykkja óskir ESB-ríkjanna um Icesave-samningana, en þeir hefðu skert lífskjör hér á landi, samanber nýlegar samantektir annarra fræðimanna. Staða Íslands versnaði ekki á alþjóðavettvangi þótt við höfnuðum Icesave-samningunum og nú fer lánshæfismat ríkisins batnandi.

Þjóðin á heimtingu á skýringu frá Háskóla Íslands á þessum hrikalegu mistökum  þessara tveggja fræðimanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega, við viljum fá svör.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 18:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við viljum svör frá HÍ.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2013 kl. 18:26

3 identicon

Vitiði hvar er hægt að fá heykvíslar,tjöru og fiður á góðu verði? Er ekki málfrelsi ennþá í landinu.

Hörður (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 18:29

4 identicon

Hörður: Ímyndum okkur að kennarar við læknadeild HÍ kæmu fram í sjónvarpi og héldu því fram að blóðtökur væru allra meina bót.

Ætti Háskólinn þá ekkert að aðhafast?

Þessir tveir herramenn eru kennarar í hagvísindum, þeir komu margoft fram sem slíkir og héldu fram staðleysu líkt og hún byggðist á fræðilegri þekkingu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 19:07

5 identicon

þessir karlar eru algerlega rúin traust og æru !!

Ekki lengur treysti þeim aftur ..sama um skallagrimi og glæsilegan samninga-snillinginn svavar icecave-son.. LOL..

iskan (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 19:14

6 identicon

Það fer álíka mikið fyrir þessum snillingum í umræðunni nú, og þeim sem spáðu heimsenda 21. des.

Auðvitað verður ekkert gert í þeirra málum. Mistök vinstrimanna eru aldrei mistök, lítið á svar Harðar hér að ofan, ákall um að "málfrelsi" sé virt. Eða með öðrum orðum, stórfengleg mistök fræðimanna í HÍ er lækkað niður í eitthvað meiningarlaust blaður.

En auðvitað er þetta alvarlegra en fræðilegt skipbrot tveggja fúskara, þetta er misnotkun á opinberu starfi í pólitísku skyni.

Háskólafólk sem hefur snefil af metnaði hlýtur að taka þetta mál upp innan skólans. Ef ekki, þá hlýtur næsti menntamálaráðherra að gera það.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 19:36

7 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Ég er enn á þeirri skoðun sem ég viðraði í bloggi fyrir margt löngu, að þeir Gylfi og Þórólfur glötuðu öllum akademískum trúverðugleika með ótrúlegu svartagallsrausi sínu.  Í mínum huga er Það mínum gamla skóla til vansæmdar að þeir skuli enn halda sínum stöðum við skólann, án þess að rektor krefjist skýringa frá þeim og birti þær.  Þeir blöðruðu í krafti "þekkingar" og stöðu sinnar við æðstu menntastofnun Íslands.

Háskóla Íslands eru tvær leiðir færar í stöðunni.  að viðhalda þöggun, eða viðhalda trúverðugleik sínum.  Þetta tvennt er ósamrýmanlegt.  Háskólinn verður að velja.

Kristján Þorgeir Magnússon, 10.2.2013 kl. 19:42

8 identicon

Mikið er ég sammála Hans...dæmið sem hann setur upp er fullkomlega réttlátt og það er því stórundarlegt að þessir vinstri þjóðnýðingar séu ekki látnir bera ábyrgð á þessum skítugu niðurrifsummælum sínum...

Ekki vildi ég sitja tíma hjá þessum "kennurum" og enn síður vill ég að börnin mín sitji undir undir sömu kennslu..

runar (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 22:08

9 Smámynd: Örn Johnson

Eftir Icesave dóminn sendi ég Kristínu rektor bréf í þessa veru. Hún hefur ekki svarað mér enda er sú ömurlega staða uppi að þessa ríkisstarfsmenn er ekki hægt að áminna né reka. Þeir geta alltaf haldið því fram að þetta hafi verið skoðun þeirra á þessum tíma. Við þessa staðreynd búum við. ´43

Örn Johnson, 10.2.2013 kl. 23:26

10 identicon

Þó nú sé verið að tala um þessa "snillinga" þá er það nú ljóst að HÍ hefur ekki haft neinn trúverðugleika lengi. Hver man t.d. ekki að það situr dæmdur ritþjófur í einni prófessorsstöðu í háskólanum, í siðmenntuðum löndum væri löngu búið að reka hann, einmitt til að bjarga heiðri skólans. Hvernig var með allar flottu skýrslurnar sem voru birtar fyrir og eftir hrun, þar var hægt að fá niðurstöður hægri, vinstri, út og suður, allt eftir því hver borgaði. Mér er andskotans sama hvort þessi tuskubrúða sem er titluð rektor, segi eittvhað  við þessa tvo, en lágmarkið er að menn taki þá til í öllu akademíska samfélaginu. Það er ekkert skrýtið þó það taki enginn mark á þessu svokallaða háskóla, þetta virðast allt vera ritmellur sem skrifa bara eftir upphæðinni á tékkanum.

Larus (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 09:02

11 Smámynd:   Heimssýn

Umsjónarmenn þessa vefjar vilja biðja þá sem gera athugasemdir um að vera málefnalegir og forðast það að vera að uppnefna fólk.

Heimssýn, 11.2.2013 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 250
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2013
  • Frá upphafi: 1186620

Annað

  • Innlit í dag: 218
  • Innlit sl. viku: 1763
  • Gestir í dag: 204
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband