Leita í fréttum mbl.is

Hin sameiginlega auðlindastefna ESB

trawler_734905.jpgHin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins felur það í sér að fiskimið aðildarríkjanna falla undir reglur sambandsins og að yfirstjórn fiskveiðanna er hjá skriffinnum Brussel. Fiskimiðin á öllu svæðinu eru því sameiginleg öllum ríkjum ESB, líka þeim sem ekki hafa aðgang að sjó.

Þetta er grundvallarreglan.

Færi Ísland í ESB hefðu þessir skriffinnar fjarri landinu lífsþráð þjóðarinnar í hendi sér, en ákvarðanir þeirra mörkuðust til lengdar fyrst og fremst af hagsmunum heildairnnar í ESB.

Skip allra aðildarríkja geta að jafnaði veitt í landhelgi allra ríkja frá 12 mílum (í vissum tilvikum 6 mílum) að 200 mílum að því gefnu að þau hafi kvóta. Stjórnin í Brussel ákveður allan kvótann, líka innan 12 mílna.

Frávik eins og smáfiskveiðar Maltverja á smávegis afla á smábátum breytir engu um meginregluna.

Þótt strandríki njóti um stund reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika, sem merkir að veiðireynsla gildi við úthlutun kvóta, þá er hún ekki gefin um aldur og ævi. Fiskistofnar taka breytingum hvað stærð og svæði varðar og eignarhald á fiskiskipum breytist. Auk þess telja sumir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé undantekning frá meginreglunni um að fiskisvæði séu sameiginleg og því muni þessi regla hverfa með tímanum.

Nýjustu fréttir herma að ESB ásælist nú einnig allar auðlindir á hafsbotninum frá 12 mílum að 200 mílum.

Ragnar Arnalds fjallar nýverið um þetta á vef Vinstrivaktarinnar. Sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 316
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2079
  • Frá upphafi: 1186686

Annað

  • Innlit í dag: 282
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband