Leita í fréttum mbl.is

Hrossakjötið er hollt, segir ESB

horsemeatHrossakjötsskandallinn er nú farinn að vinda upp á sig í Brussel.

Háttsettir embættismenn þar í borg reyna að fullvissa fólk um að það muni ekki bera skaða af ef það borðar hrossakjöt.

Það er gott að vita af því .

Fólk er samt verulega áhyggjufullt yfir þessu, því uppruna hestanna er ekki getið, en þess er ekki krafist í reglum ESB.

Maður skyldi nú ætla að upprunavottorð væri meðal helstu gæðastaðla í matvælaiðnaði.

En greinilega ekki í ESB:

EUobserver greinir frá þessu:

The EU commission Monday said the horsemeat scandal is a labelling problem and does not represent a health issue. "We're not talking about a health issue here," said spokesperson. Under EU labelling rules processed food labels must list the ingredients but not their origin, amid confusion over the horsemeat origins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, hann vindur upp á sig, hrossakjötsskandallinn.  Verst að það virðist ekki einu sinni á hreinu hvort nautahakkinu hafi aðeins verið skipt út fyrir hrossakjöt; skrafað er um að í því megi líka finna asnakjöt og gyltukjöt.

Skiljanlega stendur ESB reglugerðarelítan á gati; hafandi einbeitt sér að sköpulagi og fríðleika grænmetis og ávaxta.

Kolbrún Hilmars, 11.2.2013 kl. 15:49

2 identicon

Framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar ESB segir aðskilnað á milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka, ekki synsamlega leið á Íslandi,bankakerfið of lítið til þess. LOL.

Hann hefur greinilega ekki hugmyndaflug til að mæla með sameiningu fjárfestingabankastarfsemi 2-3 banka hér á landi.

Sannast nú hið fornkveðna:

Sumir langskólagengnir eru ekkert sélega vel menntaðir, á meðan sumir með mun styttri skólagöngu eru ansi vel menntaðir.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 16:16

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mjög líklega hefur neysla hrossakjöts í Evrópu enga sérstaka heilsufarslega hættu í för með sér.

Það er þó ekki 100%, frekar en nautakjötið?   lol

Reglur um lyfjagöf til hrossa, eru t.d. víða verulega öðruvísi en um lyfjagjöf til nautgripa, þar sem nautgripirnir eru skildgreindir sem "fæða" en hrossin ekki.

Því hafa sumir óttast að mun meiri hætta sé á lyfjaleifum í hrossakjöti en nauta.

En þetta á eftir að koma betur í ljós á næstu vikum

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2013 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 362
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 2125
  • Frá upphafi: 1186732

Annað

  • Innlit í dag: 328
  • Innlit sl. viku: 1873
  • Gestir í dag: 302
  • IP-tölur í dag: 296

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband