Mánudagur, 11. febrúar 2013
Evruhagfræðingur horfir bara á aðra hlið myntarinnar
Það er merkilegt að Daníel Gros, einn af hugmyndasmiðum um einhliða upptöku evru fyrir Svartfellinga, og margrómaður evrópskur hagfræðingur, skuli líta hér algjörlega framhjá því að það eru tvær meginstærðir sem skýra viðskiptajöfnuð.
Önnur er innflutningur og hin er útflutningur. Í þessari grein einblínir hann bara á útflutninginn. Í greininni er hvergi minnst á innflutning. Gengisbreytingar hafa jú áhrif á verðmæti bæði innflutnings og útflutnings. Önnur mistök sem hann gerir hér er að einblína á magn útflutnings fremur en verðmæti. Hann lítur líka algjörlega framhjá því að undirliggjandi viðskiptajöfnuður (að frádregnum t.d. vaxtakostnaði) hefur verið stórlega jákvæður frá hruni. Á það hafa ýmsar alþjóðastofnanir bent sem mjög jákvæðan hlut.
Það er þó athyglisvert að Daníel Gros viðurkennir að útflutningsstarfsemin hafi gengið vel á Íslandi og margt fleira hafi gengið vel.
En það er mikil einföldun að halda því fram að allur hagvöxtur á Íslandi stafi frá makrílnum sem farinn er að ganga á Íslandsmið. Það er ekki nema hluti af hagvextinum sem þaðan kemur.
Það er hins vegar athyglisvert að Daníel Gros virðist hafa sagt hér samkvæmt heimildum að Íslendingar hefðu átt að taka upp evru einhliða í einu stökki haustið 2008. Undir þau sjónarmið virðist Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, hafa tekið, - sá er spáði hér algjöru hruni ef við samþykktum ekki Icesave.
Rétt er að hafa í huga að Gros er í umræddri grein að svara sjónarmiðum Nóbelsverðlaunahagfræðingsins Paul Krugman, sem hefur talið að sum ríki hafi gengið allt of harkalega fram í sparnaðaraðgerðum sínum. Krugman hefur hampað Íslandi. Sama gera ýmsir fjölmiðlar í Evrópu, en ýmsum forystumönnum í Evrópu (líka forystumönnum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar) þykir hins vegar nóg um þá jákvæðu umfjöllun sem Ísland fær. Kannski er grein Gros viðbrögð við slíku.
Hér er frétt Viðskiptablaðsins um grein Daníels Gros:
Daniel Gros segir að langvarandi rekstrarhalli ríkissjóðs Íslands geti heft hagvöxt hér til framtíðar.
Ávinningur Íslands af því að geta fellt gengi krónunnar í kjölfar bankahrunsins var minni en oft er haldið fram í umræðunni, að sögn Daniel Gros, framkvæmdastjóra hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS) og fyrrverandi bankaráðsmanni í Seðlabanka Íslands.
Gros skrifar grein um það hvaða lærdóma megi draga af viðbrögðum stjórnvalda í Lettlandi, Eistlandi og Íslandi, þegar kreppan skall á. Þar segir hann að vegna þess að útflutningsvörur Íslands eru aðallega náttúruafurðir eins og fiskur og ál hafi gengisfelling lítil áhrif á útflutningsgetu. Gengisfellingin hafi vissulega verið sveiflujafnandi á efnahagslífið heima við. Aukin landsframleiðsla á Íslandi sé hins vegar ekki til komin hennar vegna heldur vegna þess að hlýnun jarðar hafi rekið fiskistofna inn í íslenska lögsögu.
Íslenska ríkið hafi aftur á móti verið rekið með miklum halla í langan tíma og skuldastaða hins opinbera sé nú nærri 100% af vergri landsframleiðslu. Hallarekstur sem þessi geri hins vegar lítið til að örva hagvöxt í litlu opnu hagkerfi þar sem stærstur hluti aukaútgjalda fer í innflutning. Það ætti því ekki að koma á óvart að viðskiptahalli er enn mikill á Íslandi og eykur hann þar með við skuldasöfnunina.
Hann segir rétt að miðað við hagvöxt hafi hrunið verið mun harkalegra í Lettlandi en á Íslandi, en hafa beri í huga að viðskiptahalli Lettlands fyrir hrun hafi verið um 25% af landsframleiðslu og því hafi gangurinn í efnahagslífinu ekki verið sjálfbær til lengri tíma. Nú sé lettneska hagkerfið um 10% smærra en það var fyrir hrun, en sé að vaxa. Skuldastaða hins opinbera sé hins vegar mun betri en hér á landi, eða um 40% af vergri landsframleiðslu. Með því að halda útgjöldum hins opinbera í skefjum sé staða ríkisfjármála í Lettlandi mun betri en á Íslandi. Bæði löndin hafi verið með tiltölulega litlar opinberar skuldir fyrir hrun, en nú séu skuldir íslenska ríkisins líklegar til að hefta hagvöxt til framtíðar.
Nýjustu færslur
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 11
- Sl. sólarhring: 403
- Sl. viku: 1925
- Frá upphafi: 1186781
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1699
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.