Þriðjudagur, 12. febrúar 2013
Þórður Snær Júlíusson viðskiptaritstjóri misskilur efnahagslífið
Þórður Snær Júlíusson viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins er einn ötulasti talsmaður fyrir upptöku evru hér á landi. Um það má lesa í fjölmörgum leiðurum sem hann hefur skrifað eftir að hann réðst til starfa á þessum einum helsta ESB-sinnaða miðlinum hér á landi.
Það er ekkert við það að athuga að einstaklingar og fjölmiðlar setji fram skoðanir. Það er hins vegar verra ef skoðanirnar eru illa ígrundaðar eða undirbyggðar.
Þórður Snær segir að það sé ekki hægt að afnema verðtryggingu nema með því að skipta úr krónunni fyrir annan gjaldmiðil. Nú er Þórður fremur ungur að árum, en það er ekki afsökun fyrir sagnfræðilegt skammtímaminni. Almenn verðtrygging var ekki til staðar á Íslandi á upphafsárum sjálfstæðs gjaldmiðils. Samt hefur verðtrygging verið þekkt í fjármálaheiminum í meira en öld.
Verðtrygging var tekin almennt upp hér á landi með svokölluðum Ólafslögum í lok áttunda áratugarins eftir að verðbólga hafði aukist verulega hér á landi sem víða annars staðar. Oíuverðshækkanir voru helstu ástæðurnar fyrir verðhækkunum almennt séð, en hér á landi kom fleira til, svo sem Vestmanneyjagosið og afleiðingar þess - auk almennrar gerðar efnahagslífsins. Tilgangur verðtryggingar var helstur sá að koma í veg fyrir að sparnaður rýrnaði að raungildi, og jafnframt að sparnaður yrði grunnur að lánsfjármagni sem gæti orðið undirstaða fjárfestingar og hagvaxtar.
Verðtryggingin er því ekki bundin gjaldmiðlinum sem slíkum. Það er rangt hjá Þórði, sem man greinilega ekki tímana tvenna.
Það er jafn rangt að halda því fram að verðtrygging verði afnumin þótt við göngum í ESB og tökum upp evru. Það eru til verðtryggðar skuldbindingar í flestöllum löndum, meira að segja í evrulöndunum. Það er engin bein tenging á milli afnáms verðtryggingar og aðildar að ESB eða upptöku evru.
Verðtryggingin er sjálfstætt fyrirbæri sem verður að taka á sem slíku. Aðalástæðan fyrir verðtryggingunni er verðbólgan. Verðbólga á Íslandi er meiri en víða annars staðar vegna þess hvernig hagkerfið virkar hér á landi. Það er verulega háð sveiflum í afla og afurðaverði. Það breytist ekkert þótt við göngum í ESB (þótt aðildarsinnar hafi framan af reynt að halda slíku fram). Auðlindagrunnurinn og sveiflur í aðföngum og afurðum og verði þeirra er ein af meginástæðum þess að hagkerfið hér er sveiflukenndara en í helstu iðnaðarlöndum Evrópu. Þar við bætast ákveðnir þættir í vinnumarkaði og þjóðlífi.
Grunngerð hagkerfisins á Íslandi breytist ekki þótt við tökum upp evru.
Ef við viljum draga úr verðtryggingu þá getum við unnið að því hvaða mynt sem við erum með. Það er sjálfstæð ákvörðun.
Hér er ekki ætlunin að mæla bót almennri verðtryggingu. Hins vegar er rétt að líta á tölur og staðreyndir. Þórður Snær viðskiptaritstjóri hefði án efa gagn af því að skoða það hvernig raunvextir af verðtryggðum lánum annars vegar og óverðtryggðum hins vegar hafa þróast síðustu áratugi. Þá gæti hann til dæmis séð að raunvextir verðtryggðra lána hafa að jafnaði verið lægri en raunvextir óverðtryggðra lána frá því um 1990 eða þar um bil.
Við erum hins vegar öll sammála um að stökkbreyting verðtryggðra lána eftir bankahrunið hefur komið stórum hópi illa. Það er líka sérstakt úrlausnarefni að taka á því.
Nýjustu færslur
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 10
- Sl. sólarhring: 300
- Sl. viku: 1848
- Frá upphafi: 1187075
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1629
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.