Leita í fréttum mbl.is

EES er koníakið í augum Össurar

Jean Monnet hinn franski, koníakssölumaður og einn af frumkvöðlum ESB, lagði grunn að herfræði sambandsins er hann sagði að það að koma mönnum inn í sambandið væri eins og að venja fólk við að drekka koníak. Bara einn lítinn sopa til að byrja með og lítið í einu. En venja fólk við smám saman og tryggja að það haldi nýuppteknum sið. 

Helstu áróðurssmiðir Evrópusambandsins hugsa oft á svipaðan veg. Bara venja menn við eina regluna hér, annað úrræði það - og þá verður ekki aftur snúið. Pizzan verður nefnilega ekki afbökuð þegar einu sinni er búið að baka hana.

Var EES hugsað svona: Fordyri fyrirheitna landsins með hreyfingu í eina átt, þ.e. inn í herlegheitin? Og ekki aftur snúið?

Össur er alltént að reyna að halda því fram.

Eða er þetta bara leikaraskapur í ráðherranum. Samningurinn er jú alltént í gildi.


mbl.is „ESB hundleitt á EES-samningnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skal reyna allt sem hægt er til að koma okkur inn.  Ef fleðulætin duga ekki, þá er gripið til hótana.  En lítið þekkir Össur þjóðina sína

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2013 kl. 16:27

2 identicon

Þetta heimilisofbeldi Össurar gagnvart þjóðinni er komið á varhugavert stig. Nú er garmurinn farinn að hóta því að ESB buffi okkur, fyrst hin ráðin duga ekki.

Nú setjumst við niður, segjum upp EES, semjum um fríverslun við Nafta og Kína, pökkum Össuri í flugdólgateip, setjum um hann slaufu og sendum til Brussel, ESB til ævarandi eigna, með þeim skilmálum að aldrei verði reynt að skila honum.

320.000 manna þjóð með allar þessar auðlindir, á ekki í nokkrum vandræðum með að lifa góðu lífi án ESB. Síðna má náttúrulega endurskoða samninga við einstök ríki Evrópu, þegar ESB fer að liðast í sundur.

Svo er það náttúrulega hinn möguleikinn, að senda ESB bara puttann og neita að innleiða reglur og lög frá ESB, sem okkur líkar ekki við, og eftirláta þeim að segja upp samningnum.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 16:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2013 kl. 17:00

4 identicon

Sammála þér Hilmar. Verður ekki neinn sem getur stoppað þetta skoffín hann Össur???

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 325
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 2127
  • Frá upphafi: 1186106

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 1845
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 241

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband