Leita í fréttum mbl.is

Milljarður í kynningarstarf (áróður) ESB og styrki

Það fer varla framhjá nokkrum að nú er Evrópusambandið og bandamenn þess hér á landi í því sem kalla má kynningarfasa (áróðursfasa). Hundruðum milljóna er varið í kynningarstarf í gegnum Evrópustofu og hundruðum milljóna er varið í ýmsa styrki, einkum til menntakerfisins (því það er svo skoðanamótandi fyrir aðra). Þá er talsverðum fjármunum varið í að flytja hingað fólk úr stjórnkerfi ýmissa ESB- og evrulanda til að vitna um ágæti ESB og evrunnar. Þetta fólk heldur erindi í Háskólanum, því er komið á framfæri við fjölmiðla og svo er það látið hitta ýmsa aðila úr stjórnkerfinu.

Allt er þetta útreiknað af hálfu ESB til að áróðurinn skili sér sem best. Sambandið ætlar ekki að brenna sig á því að verða fyrir höfnun einu sinni enn líkt og varð í Noregi og þess vegna hefur aðildarviðræðum verið breytt í aðlögunarviðræður þar sem umsóknarland verður að uppfylla ýmsar reglugerðir á meðan á viðræðunum stendur. Þess vegna er rætt um aðlögun en ekki viðræður.

Jón Valur Jensson skrifar oft beitta pistla um Evrópumálin. Einn slíkur birtist á vef hans í dag.

Þar segir Jón Valur:

Hvernig dettur Silfur-Agli í hug að kalla Baldur Þórhallsson til sem óháðan álitsgjafa um "Evrópustofu"?!


Baldur er margmilljóna-styrkþegi Evrópusambandsins, vissi Egill það ekki?

 Baldur gerir sér alveg grein fyrir því, að það er grafalvarlegt mál fyrir hans auma málstað og ESB, að hinni rangnefndu Evrópustofu verði lokað.

Þess vegna komst hann úr jafnvægi í örvæntingarfullri viðleitni til að réttlæta þessa forsmán, Evrópusambands-áróðursskrifstofurnar BÁÐAR, í Reykjavík og á Akureyri (þótt jafnan tali hann um fyrirbærin í eintölu).

Hann lætur eins og Þorvaldur Gylfason, að þetta sé blásaklaust fyrirbæri, til að "miðla fróðleik" eins og Þ.G. kallar það með typical understatement manns með refslegan málstað. Samt er hér um 230 milljóna króna áróðursbatterí að ræða, vafalaust í margs konar myndum og ekki farið að sjást enn til sumra þeirra, en áhlaup verður eflaust gert á sannfæringu Íslendinga, þegar úrslitabaráttan nálgast um fullveldi landsins.

Hrólfur Þ. Hraundal  ritaði þennan sunnudag á fróðlegri vefslóð ESB-samtaka:

•Hérna trompaðist vinstraliðið útaf styrkjum sem einhverjir þingmenn og stjórnmálaflokkar fengu frá innlendum fyrirtækum.
•En svo ef það er styrkur frá guðunum í Brussel þá er það allt í lagi. Skyldi Samfylkingin hafa borgað sinn styrk til baka, eða er hún á fóðrum frá Brussel?

Ekki hefur frétzt af því, að Samfylkingin hafi borgað sína ofurstyrki frá stórfyrirtækjum til baka, en Valhöll var látin gera það og hreinsaði sig þar með af vissum óhreinindum og framhaldandi ásökun, en það er undarlegt, að Fréttastofa Rúv sleppir alveg Samfylkingu við slíkri ásökun og eftirfylgd.

Nú má jafnvel óttast, að Evrópusambandið gæti séð tækifæri í að dæla peningum í þetta sítrygga flokksræksni, alveg eins og það dælir fé í Evrópufræðamiðstöð Eiríks Bergmanns Einarssonar í Bifröst og Jean Monnet-prófessorsembættið hans Baldur Þórhallssonar í Alþjóðastofnun Háskóla Íslands, fyrir utan eins konar mútugjafaviðleitni Brusselmanna, sem rennur til stofnana eins og Háskólans í Reykjavík og alls kyns verkefna, sem ESB-borgurum býðst að standa undir með sköttum, en ekki að fá sjálfir. Það er nefnilega verið að reyna að ná Íslandi inn og það markmið margyfirlýst, bæði í Brussel og í voldugustu ESB-löndum.

Svo eru það allir verkefnastyrkirnir til einstaklinga, sem minna heyrist um.

Í því samhengi virðist sem minna þurfi Egil Helgason á ESB-styrki til Baldurs Þórhallssonar, ESB-afsakanda og áróðursmanns (hann hefur beitt sér þannig í Fréttablaðinu o.fl. fjölmiðlum).

Um Baldur, sjá: 7,5 milljóna Esb-maður leysir af Esb-konuna Jóhönnu á Alþingi og: Baldur Þórhallsson stundar blekkingariðju; og þetta: Baldur Þórhallsson ESB-Monnet 7,5 millj. kr. prófessor fegrar ESB!; sbr. einnig hér: ESB-postuli, Jón Steindór Valdimarsson, hagsmunatengdur frambjóðandi til Stjórnlagaþings.

Einn styrkþeginn enn var svo tíu ESB-milljóna Árni Þór Sigurðsson, sem Steingrímur J. (ESB-meðvirkur) treysti til að verða formaður utanríkismálanefndar Alþingis!

Jón Valur Jensson. “


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 197
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 2566
  • Frá upphafi: 1165194

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 2194
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband