Laugardagur, 9. mars 2013
Miklir óvissutímar framundan á evrusvæðinu
Hörður Ægisson heitir ungur blaðamaður á Morgunblaðinu sem hefur oft vakið athygli fyrir yfirvegaðar og yfirgripsmiklar samantektir um ýmsa þætti efnahagsmála. Hann fjallar um hina óleysanlegu evrukreppu í viðskiptablaði Moggans í vikunni.
Hörður greinir í pistli sínum frá bók David Marsh, fyrrverandi Evrópuritstjóra Financial times, The Euro: The Battle for the New Global Currency (evran: baráttan fyrir nýjum alþjóðlegum gjaldmiðli). Í bókinni grienir Marsh frá 10 ástæðum þess að evrukreppan gæti verið óleysanleg og rekur Hörður þessar ástæður stuttlega. Þetta greinarkorn Harðar er athyglisvert og það leiðir hugann að því sem einn fremsti alþjóðahagfræðingur og gjaldmiðlasamstarfssérfræðingur í Evrópu, Paul De Grauwe, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag og á vef vb.is.
Lesendur eru hvattir til að lesa stuttan pistil Harðar í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag, en hér eru endursögð í styttu máli þau tíu atriði sem gera það að verkum að evrusvæðið býr við mjög mikla erfiðleika. Grein Marsh er að finna á vefnum marketwatch.com, en hér er stuðst við samantekt Harðar:
1. Kosningaúrslitin á Ítalíu nýverið eru til marks um að almenningur dregur stórlega í efa ávinning þeirrar stefnu sem hefur verið mörkuð af ítölskum ráðamönnum í samstarfi við ESB.
2. Djúpstæð gjá er á milli þýskra og franskra stefnusmiða um þær leiðir sem eigi að leggja mesta áherslu á til að stuðla að efnahagsbata á evrusvæðinu. Frakkar tala um »samstöðu,« Þjóðverjar einblína á »samkeppnishæfni«.
3. Þær kerfislægu umbætur sem þörf er á til að efla samkeppnishæfni ítalsks atvinnulífs hafa enn ekki verið kynntar. Ítalir vilja ekki undirgangast skilyrði um aðstoð frá Seðlabanka Evrópu.
4. Þjóðverjar hvorki geta né vilja ráðast í aðgerðir til að örva heildareftirspurn á evrusvæðinu sem myndi stemma stigu við samdrætti í verst stöddu evruríkjunum.
5. Angela Merkel þorir ekki að samþykkja róttækar aðgerðir til lausnar á evrukreppunni vegna ótta við þýska kjósendur í september. Margir hafa gagnrýnt Þjóðverja fyrir skort á samstöðu með jaðarríkjunum. Ekkert bendir til stefnubreytinga í þeim efnum.
6. Þrátt fyrir gríðarlega efnahagserfiðleika sjá evruríkin í suðri ekki ástæðu til þess að kasta evrunni, sem er skiljanlegt í ljósi neyðaraðstoðar ESB og skuldabréfakaupa evrópska seðlabankans. Kjarnaríkin í myntbandalaginu, sem gegna í raun hlutverki lánveitanda til þrautavara gagnvart jaðarríkjunum, munu ekki og geta ekki þvingað fram brotthvarf þeirra.
7. Nánast útilokað er að Þjóðverjar segi einhliða skilið við evrusvæðið. Hinar pólitísku og efnahagslegu afleiðingar þess myndu þýða endalok þeirrar utanríkisstefnu sem Þýskaland hefur fylgt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það ríkir því pattstaða. Sú staða mun þó ekki vara til frambúðar.
8. Bandaríkin, Kína og Japan hafa lítinn áhuga á að þrýsta á róttækar aðgerðir til lausnar á evrukreppunni sem gæti orsakað flótta fjárfesta frá evrusvæðinu. Niðurstaðan yrði gengishækkun gjaldmiðla þessara ríkja og þar með hægari efnahagsbati.
9. Marsh telur að frönsk stjórnvöld muni í auknum mæli leita eftir samstarfi við þýska jafnaðarmenn til að draga úr sigurlíkum Merkel, en það muni ekki takast. Afleiðingin yrði enn minni samstarfsvilji ráðamanna í París og Berlín.
10. Evrópski seðlabankinn gæti freistast til að ganga á bak fyrri orða og keypt skuldabréf ítalska ríkisins þrátt fyrir að ráðamenn í Róm muni á sama tíma ekki fallast á skilyrði um kerfislægar efnahagsumbætur. Slíkt gæti haft ófyrirséðar pólitískar afleiðingar í för með sér í Þýskalandi.
Í lokin segir Hörður: Stefnusmiðir á evrusvæðinu standa frammi fyrir fordæmalausri áskorun. Hin alþjóðlega fjármálakreppa varpaði ljósi á kerfislæga galla evrunnar. Þeir gallar verða ekki leystir í bráð. Framundan eru miklir óvissutímar.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 223
- Sl. sólarhring: 278
- Sl. viku: 2592
- Frá upphafi: 1165220
Annað
- Innlit í dag: 196
- Innlit sl. viku: 2219
- Gestir í dag: 182
- IP-tölur í dag: 180
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.