Sunnudagur, 10. mars 2013
Katrín vill gera samning við ESB til að fella hann
Það var fróðlegt samtal sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs áttu um Evrópumálin og fleira í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Katrín Jakobsdóttir ítrekaði þá afstöðu sína og Vinstri grænna að það þjónaði ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði að Vinstri græn vildu gefa samningaviðræðum eitt ár til viðbótar en láta þjóðina þá kjósa um málið. Og miðað við það sem Katrín segir þá munu vinstri græn þá mæla gegn mögulegum samningi og væntanlega vilja stöðva málið eftir ár ef ekki hefur náðst samningur. Sjálf hefði Katrín reyndar helst kosið að fá þjóðina til að kjósa strax um það hvort halda ætti umræðunum áfram eða ekki. Það er greinilegt að Katrín telur þróunina í ESB með aukinni miðstýringu meðal annars hafi gert ESB enn verri kost fyrir okkur Íslendinga en áður var. Katrín telur auk þess að það sé nokkurn veginn gefið hvað kemur út úr væntanlegum samningi og að breytileiki samninga sem einstök ríki hafi gert sé ekki það mikill að hann skipti máli. Umræða um undanþágur og sérlausnir er því á villigötum að mati Katrínar. Jafnframt var forvitnilegt að sjá að Katrín telur að það sé ekki alltaf lýðræðisástin sem vaki fyrir stjórnmálaforingjum þegar ferli aðildarumsókna er ákveðið. Hún sagði í því samhengi að sagt hafi verið að Svíar hefðu valið þann eina dag ársins fyrir kosningar um aðild þegar meirihluti var fyrir aðild.
Bjarni Benediktsson sagði umræðuna um ESB vera á miklum villigötum. Það væri ekki hægt að líta á aðildarviðræður eins og eitthvert smáverk sem menn væru hugsanlega að spá í að kaupa. Til þess að eitthvert vit væri í svona viðræðum þyrfti að fylgja þeim skýr pólitískur vilji af hálfu stjórnvalda og góðs meirihluta stjórnmálaflokka og þjóðarinnar. ESB væri ekki bara að semja við þjóðir um aðildarsamning upp á grín, því allar aðildarþjóðir ESB þurfi að koma að borðinu. Ljóst er að annar stjórnarflokkurinn vill ekki ganga í ESB og ljóst er að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hlé hafi nú verið gert á viðræðunum. Þetta sé náttúrulega klúður. Stefna Sjálfstæðisflokksins sé mjög skýr um að stöðva viðræðurnar og ekki hefja þær að nýju nema fyrir því liggi skýr meirihlutavilji hjá þjóðinni. Sjálfstæðisflokkurinn telur auk þess eins og VG að það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í ESB.
Landsfundurinn sterkasta vopnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 202
- Sl. sólarhring: 471
- Sl. viku: 2682
- Frá upphafi: 1164889
Annað
- Innlit í dag: 174
- Innlit sl. viku: 2303
- Gestir í dag: 167
- IP-tölur í dag: 164
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðalástæðan fyrir því að SF og VG vilja klára aðlögunina að ESB því þá liggur samningur eða reglur ESB fyrir og þó við fellum það núna þá mun kláruð aðlögun liggja áfram tilbúin og þegar einhverjir ESB flokkar komast til valda á er auðvelt að kjósa um hann aftur aftur og aftur þar til já fæst.Því ber að stöðva þessa aðlögun strax sem er valdnýðsla gagnvart þjóðinni sem var ekki spurð og einnig ber að loka evrópustofu..........
Marteinn Unnar Heiðarsson, 10.3.2013 kl. 12:32
Þegar samningur liggur fyrir þá mun þjóðinni bjóðast að kjósa um hvort hún vill aðild að ESB eða ekki. Ég sé ekki tilganginn með því að ætla að kjósa tvisvar um þetta mál. Fyrst kjósa um hvort halda eigi viðræðum um aðild áfram og síðan kjósa svo um hvort við viljum aðild.
Það er svona svipað og ef þau á Hofsós halda fyrst aktvæðagreiðslu um hvort halda eigi atkvæðagreiðslu um að opna áfengisútsölu á staðnum.
Af hverju vilja menn gera lífið svona flókið?
Að flækja mál með þessum hætti og þvæla þjóðaratkvæðagreiðslum út í kosningar um hvort halda eigi kosningar er dapurleg afbökun raunverulegs lýðræðis.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 19:39
Samkvæmt nýjustu könnun Capacent Galup, birt núna um helgina segir:
"Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur".
Samkvæmt þessu vill 50% þjóðarinnar halda samningunum áfram og því aðlögunarferli sem því fylgir og vill í framhaldi fá að kjósa um það hvort við göngum í ESB og tökum upp evru.
Ef farið verður út í þá endaleysu að kjósa um það hvort eigi að kjósa um það að halda aðlögunarferlinu áfram þá er það ljóst samkvæmt þessari könnun að við aðildarsinnar munum vinna þá kosningu.
Þegar kemur svo að kosningum um aðild þá verður bara spurt:
Vilt þú áframhaldandi óðaverðbólgu, verðtryggingu og gjaldeyrishöft eða vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag.
Og við aðildarsinnar munum vinna þá kosningu líka.
Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 19:46
Loks var spurt hvernig væri líklegast að þú myndir greiða atkvæði ef aðild að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði núna. Þá segjast 70% vera á móti aðild en 30% með.
Elle_, 10.3.2013 kl. 21:19
Ekker XL. Með skæðum Þorvaldi mikla líka í. Friðrik, þú slepptir síðustu setningunni um 70%-in sem kæra sig ekkert um þessa miðstýringu og yfirráð. Var það nokkuð óviljandi?
Elle_, 10.3.2013 kl. 21:26
Katrín virðist vera skynsöm kona
Rafn Guðmundsson, 10.3.2013 kl. 23:10
Kata lærði þennan frasa af Svavarsdóttur. Auðvitað á að kjósa áður en lengra er haldið..
GB (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 10:01
Mikið er þetta pólitíkusalið skrítið. Katrín hefir skoðun til að þóknast flokknum sínum ekkert annað
Valdimar Samúelsson, 11.3.2013 kl. 10:10
Vilji þjóðarinnar í Evrópumálum er mjög skýr.
Eggert Sigurbergsson, 11.3.2013 kl. 19:33
Sæll Eggert
Það er alveg sama hvernig þú reynir að blekkja sjálfan þig með tölum og berja höfðinu við steininn. Niðurstaða síðustu skoðunarkönnunar Capacent Gallup er þessi:
50% þjóðarinnar vill halda áfram samningum við ESB og því aðlögunarferli sem þeim samningum fylgja og 50% þjóðarinnar vilja fá að kjósa um aðild að EBS og upptöku evru.
Og þegar kemur að þeirri kosningu, um aðild að ESB, þá verður spurt eins og gert var í Svíþjóð:
Vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag?
Og hvernig heldur þú að kennarar og rafvirkjar þessa lands muni svara þeirri spurningu?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.3.2013 kl. 20:15
Hví ert þú svona viss, Friðrik? 70% þjóðarinnar vill þetta ekki. Og við munum aldrei líða spurningar sem koma málinu ekkert við í alvöru þjóðaratkvæði. Um alvarlegt mál eins og fullveldisframsal.
Elle_, 11.3.2013 kl. 22:04
Engu máli skiptir okkur um hvað var spurt í Svíþjóð.
Elle_, 11.3.2013 kl. 22:06
Hið óstöðuga innbyrðis verðlag í evrulöndunum hefur valdið því að framleiðslukostnaður og þar af leiðandi samkeppnisstaða hefur þróast með mismunadi hætti í Þýskalandi sérstaklega annars vegar og í jaðarríkjunum í suðri hins vegar. Fyrir vikið hafa útflutningstekjur í jaðarríkjunum minnkað og atvinnuleysi vaxið hröðum skrefum. Unga fólkið í jaðarríkjunum hefur fengið að upplifa aðildarsamniginn á eigin skrokki - víða um helmingur ungs fólks atvinnulaus. Forseti Evrópuþingsins segir að þetta sé nú hin týnda kynslóð í Evrópu. Auðlindagrundvallað atvinnulíf hér á landi er líklegra til að kalla á sveiflukenndari verðbólgu en í gamalgrónum iðnríkjum Evrópu - jafnvel þótt við værum innan ESB. Við myndum því trúlega lenda í svipaðri stöðu og jaðarríkin í suðri. Unga fólkið hér á landi mun skilja þetta og hafna aðild að ESB.
Heimssýn, 11.3.2013 kl. 22:33
50% þjóðarinnar vill hætta aðlögunarferlinu við ESB.
50% þjóðarinnar vill ekki kjósa um aðild að ESB eða upptöku evru.
Evrópusambandið rekur harða stefnu hagstjórn með innri gengisfellingu að leiðarljósi.
Launalækkanir kennara og rafvirkja í Evrópu eru í tugum prósenta sem gerir það að verkum að allt, frá a til ö, hækkar að sama skapi. Þetta gerist í löndum sem hafa orðið mun betur úti en við í kreppunni.
Það er ekkert skrítið að Samtök Atvinnulífsins skuli vilja í ESB enda sjá þeir hvernig þeim yrði hygla á kostnað launþega. Áhugi atvinnurekenda á ESB ætti að vera launþegum varnaðarmerki.
Atvinnuleysi er fylkifiskur innri gengisfellingar sem fjármagns og fyrirtækjaeigendur dásama svo mjög.
Ef það er kreppa á annað borð þá er ytri gengisfelling skömminni skárri en innri gengisfelling þegar hugsað er um hag launþega enda hækka innfluttar vöru mun meira en innlendar sem eykur eftirspurn eftir vinnuafli.
Innganga í Evrópusambandi er því í raun spurning um að fá laun greidd í krónum eða atvinnuleysisbætur í evrum.
Internal versus external devaluation: two examples.
Nowadays, progressive economists want economies to be flexible, while conservative economies plead for rigidity. When it comes to exchange rates. When it comes to labor markets, the positions are, often, radically different. But the progressive economists are right. Wages are sticky by nature – and they already were that way back in the eighteenth and nineteenth century. It’s not a modern phenomenon. They don’t go down easily. Flexible exchange rates are a much better, faster and more effective way to decrease labor costs and enhance the internal and external competitive position of an economy than Danish ‘flexicurity’, Baltic ‘internal devaluation’ or other ways to increase unemployment and therewith decrease labor costs. And they also enable a country to weather grave economic disturbances…
The countries to compare are Denmark (Euro peg) and Sweden (floating exchange rate) on one hand and the Baltic countries Latvia, Lithuania and Estonia (euro peg) and Poland (floating exchange rate) on the other hand. Starting in October 2008, the Polish Zloty and the Swedish Krona started to depreciate, which led to much lower labor costs – and a much smaller economic downturn than in countries which rigidly adhered to a pegged exchange rate.
In both cases depreciation not only led to a stronger competitive position on the domestic as well as the international market but it also enabled a looser monetary policy, which also boosted the economy. And remember: Danish ‘flexicurity’ and Baltic ‘internal devaluation’ are showcases of conservative flexibility!It seems that external devaluation did enable Sweden and Poland to manage the shock of 2008, while internal devaluation, flexible labor markets, easy firing and high unemployment did not save Denmark and the Baltics. As a result, employment and unemployment developed much better in Poland and Sweden, while wages (in euro) are already more or less back to their initial level…
Eggert Sigurbergsson, 11.3.2013 kl. 22:49
Eggert skrifar: Áhugi atvinnurekenda á ESB ætti að vera launþegum varnaðarmerki.
Friðrik? Við ætlum ekki að fórna börnum okkar og fullveldi landsins svo þú eða hinir geti hagnast.
Elle_, 11.3.2013 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.