Leita í fréttum mbl.is

Pilsfaldakapítalismi ESB ekki fyrir Íslendinga

tomasingiESB-aðildarsinnar virðast ekki skilja að það er talsverður munur á EFTA, EES-svæðinu og ESB. Þeir vilja hins vegar taka upp pilsfaldakapítalsma þann sem stundaður er í ESB.

Svo segir Tómas Ingi Olrich í grein sem hann birtir í Morgunblaðinu í dag. Hann svarar þar Helga Magnússyni framkvæmdastjóra sem skrifaði nýlega grein sem Fréttablaðið birti.

Í grein sinni segir Tómas m.a.:

„Ég hef freistað þess, með útgáfu bókar og fjölmörgum greinum um Evrópusambandið, að færa út svið umræðunnar um ESB og tengja hana sögunni. Þær upplýsingar, sem ég hef borið á borð fyrir lesendur, eru að mestu fengnar úr gögnum Evrópusambandsins sjálfs. En einnig hef ég vitnað í bækur og ræður sannfærðra ESB-sinna, sem móta umræðuna innan sambandsins. Segja má að rúmlega ársgömul lýsing mín á líklegri framtíðarþróun ESB falli í öllum aðalatriðum að nýlegri lýsingu belgíska hagfræðingsins Pauls De Grauwes, sem á sér merkan fræðimannsferil innan London School of Economics, Katholieke Universiteit Leuven, IMF og Seðlabanka Evrópu, auk þess sem hann sat á þingi í Belgíu svo eitthvað sé nefnt.

Þótt ég hafi víða leitað fanga hef ég ekki fyrr kynnst því sjónarmiði Helga Magnússonar að sömu rök gildi um aðild að EFTA og ESB. EFTA er fríverslunarsvæði. Evrópusambandið er tollabandalag og ríkjasamband með miðstýrðar stofnanir, þangað sem fullveldi aðildarþjóða hefur verið flutt í miklum mæli og stendur til að flytja meira. Hugmynd framkvæmdastjórans er því ærið djörf, svo ekki sé meira sagt. “

Svo segir Tómas: 

„Tónninn sem Helgi Magnússon slær er ekki nýr. Ég gegndi forystu í utanríkismálanefnd Alþingis á árunum áður en allar gáttir erlendra lánardrottna opnuðust Íslendingum eftir 2002. Þá þurfti ég oft að bregðast við síendurteknum fullyrðingum þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, að EES-samningurinn, sem hann átti í raun að standa vörð um, væri ónýtur. Þegar ég varði samninginn og íslenska gjaldmiðilinn var algengt að frammámenn í atvinnulífi, einkum þeir sem voru þá þegar að fá á sig heiðursnafnbótina útrásarvíkingar, veittust að mér fyrir að verja íslenska gjaldmiðilinn og EES-samninginn. Þessir heiðursmenn áttu sér ekki heitari ósk en að komast inn í Evrópusambandið til að geta slegið stærri lán, grætt meira með skuldsettum yfirtökum og limað sundur fleiri fyrirtæki.

Þetta voru kapítalistar framtíðarinnar, án þess að menn gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvers eðlis sá kapítalismi átti eftir að verða. Þeir voru þá þegar, á árunum um aldamótin, orðnir þreyttir á Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokknum og voru farnir að leita að samvinnuþýðari flokki og formanni. Þeir fundu hvort tveggja. Var sú trúlofun lofsungin í svokallaðri Borgarnesræðu.

Ást þessara manna á Evrópusambandinu átti aðeins eftir að aukast og dýpka. Eftir lánsfjárkreppuna sem breyttist í efnahagskreppu var ákveðið innan ESB og Seðlabanka Evrópu að seilast freklega ofan í vasa evrópskra skattborgara til að verja fjármálastofnanir og banka. Um þessa stefnu bera vitni breytingar á tilskipunum um tryggingarsjóði innistæðueigenda svo og hver björgunaráætlunin á fætur annarri. Grundvallarreglan var að einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið. Sá kapítalismi, sem leit dagsins ljós 2009-2010 innan Evrópusambandsins, hefur verið nefndur á íslensku pilsfaldakapítalismi. Þar eru vasar skattgreiðenda veðsettir til að draga ríkisstjórnir, banka og fjármálastofnanir upp úr skuldafeninu.“

Að lokum segir Tómas:

„Íslendingar hafa ekki áhuga á pilsfaldakapítalisma Evrópusambandsins.“


mbl.is Lítum fram á veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 170
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 2084
  • Frá upphafi: 1186940

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 1849
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband