Leita í fréttum mbl.is

Björgvin Samfylkingar vill grískt ástand á Íslandi

BjorgvinBjörgvin G. Sigurðsson vill kalla grískt ástand yfir íslensk ungmenni. Á Grikklandi og nokkrum nærliggjandi evrulöndum er helmingur ungs fólks atvinnulaus. Væri Ísland í ESB og með evru myndum við eiga við sama vanda að glíma og jaðarþjóðirnar í suðri varðandi kostnaðarþróun og samkeppnisstöðu.

Vandinn vegna mismunandi kostnaðarþróunar og þar af leiðandi ólíkrar samkeppnisstöðu er ein af meginástæðum þess að atvinnuleysið hefur vaxið gífurlega á jaðarsvæðum evrulandanna.

Það er þó ekki líklegt að Björgvin eða aðrir í Samfylkingunni muni halda raunhæfri mynd af ESB og evrusvæðinu að kjósendum.

Fréttastofa útvarps birti í morgun nokkuð rétta mynd af ástandinu. Þar segir fréttamaðurinn:

„Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman í Brussel í sídegis og munu í dag og í fyrramálið ræða efnahagsástandið í álfunni og ýmis önnur mál.

Fundurinn er haldinn í skugga  vaxandi ólgu meðal almennings vegna aukins atvinnuleysis og fátæktar. Þá eru leiðtogarnir farnir að óttast pólitískar afleiðingar of harkalegra efnahagsaðgerða, sem hafa m.a. leitt til þess að flokkur, sem stofnaður var gegn aðhaldsaðgerðum, fékk 25 prósent atkvæða í þingkosningunum á Ítalíu í fyrra mánuði. Þetta er talið geta verið viðvörun til Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem kosningar verða síðar á árinu.

Leiðtogarnir ræða meðal annars neyðaraðstoð við Kýpur, efnahagsástandið í Grikkland, á Spáni og víðar, þar á meðal Ítalíu, þar sem andstæðingar niðurskurðar hlutu fjórðung atkvæða í kosningum í síðasta mánuði. Mikil öryggisgæsla er í Brussel vegna fundarins, en verkalýðssamtök og ýmsir aðrir hafa boðað þar til mótmæla á meðan fundurinn stendur. Verkalýðsfélög hafa komið sér upp búðum beint á móti fundarstað.“

Leturbreyting Heimssýnar


mbl.is ESB eitt brýnasta kosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - auðvitað er hann bara illgjarn og vondur maður eins og aðrir já sinnar

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 16:34

2 identicon

Nei Rafn, Björgvin er sennilega vænsta sál.

Heimskur eins tóm krukka, já, en ekki illgjarn.

Það er svo sem ekkert óþekkt vandamál hjá innlimunarsinnum.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 1051
  • Frá upphafi: 1223636

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 904
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband