Leita í fréttum mbl.is

Ólga framundan á Kýpur?

Það er ekki öll sagan sögð um ástandið á Kýpur. Rússneskir auðmenn eru sagðir hafa fyllt bankana þar af fé. Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif skattlagning sparifjárins hefur á þá, en ekki síður fróðlegt að fylgjast með því hvernig almenningur tekur þessum ströngu aðgerðum. Munu Kýpverjar taka þessu þegjandi eða verður þar sama ólgan og í nágrannaríkinu Grikklandi?


mbl.is Í áfalli yfir harkalegum skilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla eru þeir sáttir við að stjórn landsins skuli vera á höndum glæpamanna sem fremja rán á hábjörtum degi.

Við erum ekkert að tala um skatta eða aðrar álögur, við erum að tala um alvöru rán á peningalegum eignum.

Enn ein snilldin frá enn einu ESB ríkinu, þar sem réttur borgara er enginn.

Auðvitað verða óeirðir.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 17:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samkvæmt fréttum virðist lítill munur gerður á almennum sparifjáreigendum og stór-sparifjáreigendum.  6% eignaupptaka af þeim fyrrnefndu en 10% af síðarnefndum.

Já, það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Kolbrún Hilmars, 16.3.2013 kl. 18:01

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er meiri ólga á öðrum stöðum í EU, þýskur almúgi er ekki alveg að sjá sína peninga fara í að hjálpa Ítölum og fleirum á meðan þeir eru sjálfir með ónýtar gangstéttir og hafa ekki efni á að kaupa þýska bíla.

Viðkvæðið er m.a. það; hvað á að vera hjálpa þessu fólki sem nennir ekki að vinna, svo er haft eftir einum kennara í kynningarferð á Ítalíu í síðustu viku þegar hann spurði þýska kennslukonu samferðalangi sínum.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.3.2013 kl. 18:09

4 identicon

Þau kíktu ekki nógu vel í Pakkann.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 18:24

5 identicon

En hvað gerðist á klakanum. Gengi krónunnar lækkaði gagnvart alvöru gjaldmiðlum um meira en 50%. Sem þýddi auðvitað að verðgildi innistæðna rýrnaði um helming.

Eitthvað til að vera hreikinn af?

Flestir hefðu nú fremur kosið að borga einu sinni þennan 6.75 eða 9.9% skatt. Það var nefnilega aðeins auðmannaklíkan í Reykjavík sem hafði réttar upplýsingar, innherjaupplýsingar, og var búin að skipta krónum í t.d Evrur. Þeir voru einnig ófáir sem tóku stór lán hjá vinum sínum í bönkunum til að kaupa gjaldeyrir.

Alltaf sama bullið í ykkur Heimssýn kjánum.

Fyrir neðan góð grein um málið í NZZ.

http://www.nzz.ch/meinung/kommentare/am-schluss-zahlt-der-sparer-1.18048103

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 20:34

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er áhrifin af Icesave dómnum.

Það er engin trygging á innstæðum yfir 100.000 evrum.

Þessir rússneksu sparifjáreigendur geta því hætt að væla.

Og Kýpverjar þurfa ekki að borga út innstæðurnar að fullu.

Við hljótum að fá 12 stig frá þeim í Eurovision.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2013 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 1053
  • Frá upphafi: 1223638

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 906
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband