Leita í fréttum mbl.is

Deilur vaxa um efnahagsstefnu evrulandanna

Það er ljóst að deilur fara nú vaxandi um efnahagsstefnu evrulandanna. Almenningur hefur látið andúð sína í ljós í ýmsum löndum, verklýðshreyfingin lætur skína í tennurnar og nú eru leiðtogar evruríkjanna orðnir ósammála um hvort sú leið sem valin hefur verið sé sú besta.

Um þetta hefur verið fjallað talsvert í ýmsum fjölmiðlum síðustu daga.

Reyndar virðist sem leiðtogar flestra landa nema Þýskalands hafi sameinast um að breyta túlkun á ríkissjóðshallaviðmiðum til þess að þau viðmið valdi ekki meiri samdrætti en nauðsynlegt er. Leiðtogarnir virðast hafa náð sátt um þetta eftir stöðuga gagnrýni úr ýmsum áttum um að einmitt þessi viðmið þrengdu um of að hagvexti ríkjanna. Það tók leiðtogana þrjú ár að samþykkja örlitla orðalagsbreytingu á þessu ákvæði. Trúin á fyrri samþykktir evruríkjanna var slík það það þurfti vaxandi atvinnuleysi og kreppu nær samfellt í þrjú ár til þess að Ítalir og Frakkar hefðu örlitla breytingu í gegn.

Þrátt fyrir þessa breytingu, sem flestir fjölmiðlar telja fremur litla, verða sparnaðarráðstafanir í opinberum rekstri meginviðmið efnahagsstefnu evruríkjanna áfram. Og það er útlit fyrir að nýkjörið þing á Ítalíu muni ekki taka sparnaðarstefnu ESB sérstaklega fagnandi.

Jose Manual Barroso, gamli maóistinn sem nú stýrir framkvæmdastjórn ESB, sagði að það tæki bara örlítið meiri tíma fyrir þessar sparnaðarráðstafanir að skila sér. Þetta er bara örlítið millibilsástand sem við erum í, bætti hann við!

Financial Times segir að í raun séu leiðtogar ESB-ríkjanna að segja við fólk að íbúar álfunnar eigi bara að anda með nefinu og bíða átekta því þá muni vandamálin leysast. Þessi vandaði fjölmiðill segir að þetta séu mistök hjá leiðtogunum - það þurfi að grípa til róttækari aðgerða til að leysa vandamálin hraðar. Ekki sé ásættanlegt að búa stöðugt við kreppu - en talið er að framleiðsla á evrusvæðinu muni skreppa saman um 0,3 prósent á þessu ári. Nýjustu tölur sýna að iðnaðarframleiðsla minnkar nú á einu ári um 1,3%. Og nú er svo komið að framleiðsla er meira að segja að dragast saman í Þýskalandi sem hefur til þessa að mestu getað haldið flestum veigamestu efnahagstölum jákvæðum.

Erfiðleikarnir í evrulöndunum eru því síður en svo að baki.

Sjá umfjöllun um þetta m.a.  hér:

http://euobserver.com/economic/119436

http://www.ft.com/intl/cms/s/0/2fa52bf6-8d79-11e2-a0fd-00144feabdc0.html#axzz2NmpL3smw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 1186783

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1701
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband