Leita í fréttum mbl.is

Evrukrísan er nú Rússum að kenna, segja evrusinnar

Það er dálítið merkilegt að fylgjast með vandræðagangi evrusinna í umræðunni um bankakreppuna á Kýpur sem nú veldur því að það titrar allt hagkerfið á evrusvæðinu.

Það er alltaf fundin upp ný og ný skýring eftir því sem sjúkdómseinkenni evrunnar breiðast út um evrusvæðið, frá Grikklandi til Írlands, til Portúgals, Spánar, Ítalíu og nú til Kýpur.

Fólk trúði því að með evrunni myndi Seðlabanki Evrópu gæta að því að rekstur banka yrði í góðu lagi. Eftirlitsaðilar virðast hins vegar lítið hafa vitað hvað var á seyði á Kýpur og jafnvel lokað augunum eftir að vandinn fór að koma í ljós fyrir allnokkru.

Aðildin að evrusvæðinu veldur því að kveisan á Kýpur veldur kvefi um alla Evrópu. Þeim kerfislæga vanda líta evrusinnar alveg framhjá, en hrópa og kalla að þetta sé allt Rússum og gulli þeirra að kenna. Sjálfsagt er það einhver skýring, en kreppan á Kýpur, sem er ekki nema agnarsmár hluti af hagkerfi Evrópu, myndi aldrei hafa áhrif um alla álfuna nema vegna evrukerfisins.

Svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Málið er ekki svona einfalt.  Af hverju kemur núna upp bankakreppa á Kýpur?  

Lógíkin segir að jafnvel þótt rússar hafi dælt inn gulli á bankareikninga á Kýpur þá myndi engin kreppa skapast þar fyrr en fjármagnsflótti  skapaðist meðal rússanna.  Ekki er hægt að lesa það úr fréttum að það sé orsökin. 

Það er líklega eitthvað annað í gangi.

Kolbrún Hilmars, 20.3.2013 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 92
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1855
  • Frá upphafi: 1186462

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1623
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband