Leita í fréttum mbl.is

Kirkjan spáir endalokum evrunnar

Kirkjan á Kýpur er enginn smásöfnuður. Fyrir utan hefðbundin samfélagsáhrif kirkjunnar er hún valda- og eignamikil. Yfirmaður kirkjunnar segir Brussel-stjórnina hafa gert mörg mistök, evran eigi sér ekki framtíð og best sé fyrir Kýpur að yfirgefa evruna sem fyrst.

Frétt Morgunblaðsins segir þetta best:

Yfirmaður rétttrúnaðarkirkjunnar á Kýpur, en kirkjan er mjög valdamikil stofnun á eyjunni, segir í viðtali við grískt dagblað í dag vonast til þess að landið yfirgefi evru-svæðið.

Chrysostomos II, erkibiskup, segir í viðtalinu að það sé ekki auðveld ákvörðun að yfirgefa evruna en hana eigi að taka þar sem evran eigi sér ekki framtíð. Erkibiskupinn hefur boðist til þess að aðstoða Kýpur út úr fjárhagsvandanum með því að afhenda ríkinu eignir kirkjunnar en þær eru miklar.

Hann segist hins vegar ekki spá falli evrunnar á morgun en miðað við heilastarfsemi þeirra í Brussel sé ljóst að samstarfið eigi ekki eftir að endast lengi. Því sé best að byrja að huga að brotthvarfi Kýpur úr samstarfinu.

Rétttrúnaðarkirkjan er stærsti landeigandinn á Kýpur og á einnig hlut í fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal Hellenic bankanum. Er talið að eignir kirkjunnar nemi tugum milljóna evra.


mbl.is Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómkirkjan í Frankfürt hlýtur að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið til að andmæla þessu sjónarmiði.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2013 kl. 17:17

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nú er kirkjan gengin í lið með Heimssýn, næst fáum við yfirlýsingu frá guði almáttugum.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.3.2013 kl. 19:36

3 Smámynd:   Heimssýn

Jón Ingi - ætli við látum ekki páfann bara duga

Heimssýn, 24.3.2013 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 100
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 1863
  • Frá upphafi: 1186470

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 1631
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband