Leita í fréttum mbl.is

Pólverjar hafna evrunni

Tveir þriðju hlutar Pólverja vilja ekki að land þeirra gerist aðili að evrusvæðinu samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Aðeins um þriðjungur vill taka upp evruna.

Donalt Tusk forsætisráðherra Póllands sagði við þetta tækifæri að nú væru engar aðstæður til þess fyrir Pólverja að skipta slotíinu út fyrir evruna. Eftir sem áður er þessi 38 milljón manna þjóð skuldbundin til þess að taka upp evruna samkvæmta aðildarsamningnum við ESB.

Ríkisstjórnin hefur þó lagt til hliðar áform um undirbúning að upptöku evru í yfirstandandi evrukreppu og nægur þingmeirihluti er ekki til að stíga frekari skref í átt til evrunnar sem stendur þar sem íhaldsmenn í stjórnarandstöðu leggjast gegn slíkum áformum.

Donald Tusk vonast þó til þess að Póverjar fái jafnvel að kjósa um evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að hann telur að það verði auðveldara að fá hana samþykkta þar en að fá þann aukna meirihluta á þinginu sem þyrfti til.

Snúin staða það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er það ekki lýðræðið (lýð-viljinn) sem á að ráða í Póllandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.3.2013 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 208
  • Sl. sólarhring: 259
  • Sl. viku: 2143
  • Frá upphafi: 1184550

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1847
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband