Leita í fréttum mbl.is

Það er enginn áhugi á ESB og evru

Það er ljóst eftir fyrsta þátt ríkissjónvarpsins um kosningamálin að það er enginn áhugi meðal framboðanna á því að ræða um aðild að ESB eða upptöku evrunnar. Heilbrigðismál og velferðarmál tóku upp mestan hluta - og svo þurftu frambjóðendur náttúrulega að svara spurningum þáttastjórnenda um stjórnarskrána.

Fremur lítið var rætt um verðtrygginguna, þótt einstakir frambjóðendur reyndu að ræða gjaldmiðilsmál í því samhengi. Lengra þorði Samfylkingin ekki að fara í átt til þess að nefna evruna.

Enda sjá kjósendur það á því sem er að gerast í evruríkjunum að það að fara inn í ESB og að taka upp evru er óafturkræf framkvæmd, svo notað sé hugtakanotkun úr öðrum málaflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB og evra voru ekki meðal umræðuefnanna í þetta sinn.

Þeir sem reyndu að tala um eitthvað annað voru snarlega stoppaðir af. Þeir hefðu því ekki komist upp með að tala um ESB og evru ef þeir hefðu haft á áhuga því.

Þeir sem vilja að þjóðin fái að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir hljóta að hafna Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem báðir vilja slíta viðræðum.

Að slíta viðræðum er endanlegt. Allt tal um að slíta viðræðum en halda  svo þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald þeirra er markleysa. Þetta eru því blekkingar nema menn viti ekki hvað þeir eru að gera.

Ef viðræðum er slitið er umsóknin dregin tilbaka. Þá verður að sækja aftur um aðild ef vilji er fyrir því og byrja ferlið upp á nýtt. Það er algjörlega galið nema engin áform séu uppi um að sækja um aftur.

Ef til stendur að gefa þjóðinni kost á að kjósa um aðild á næsta kjörtímabili þá er viðræðunum ekki slitið heldur fresttað þannig að hægt sé að taka þær upp aftur þar sem frá var horfið ef þjóðin kýs svo.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 22:32

2 identicon

Það eina sem er galið er þín geðheilsa, Ásmundur.

Vildi annars bara benda Heimssýn á þessa heimildarmynd um lobby-isma í ESB:

http://www.thebrusselsbusiness.eu/

http://www.proxybay.net/torrent/8320289/The_Brussels_Business_2012_WEBRip_x264_AAC-BeLLBoY

palli (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 06:09

3 Smámynd:   Heimssýn

Takk fyrir ábendinguna, en gætum orða okkar.

Heimssýn, 3.4.2013 kl. 08:42

4 identicon

Ég gæti ávallt orða minna. Ég gæti þess að skafa aldrei af því þegar ég úthúða þessum landráðaræflum, og sé ekki ástæðu til þess, sérstaklega þessum Ásmundi. Ásmundur er hrokafullur lygari af verstu sort, og fyrst þið eruð að leyfa honum yfirleitt að spúa sínu lygamöntrugubbi á þessa vefsíðu, þá ættuð bara að slaka á varðandi orðaforða annara. Það duga engin vettlingatök á jafn sturlaðan áróður og spýjast út úr honum alla daga.

Nú er hann kominn hingað af Vinstrivaktinni, svo gjöriðisvovel. Sjáið hvernig "rökræður" við fíflið ganga fyrir sig. Hann er eins og snaróður páfagaukur sem getur ekkert nema endurtekið möntrur og lygar, og tekur ekki einföldustu rökum. Hann er geðsjúkur einstaklingur, haldinn svæsinni þráhyggju, og ef það varðaði ekki fullveldi Íslands þá mætti hann bara eiga sig, en fyrst svo er ekki þá skal úthúða honum við hvert tækifæri og kalla hann sínum réttu nöfnum.

Réttast hjá ykkur væri að banna fíflið og henda öfugu út af blogginu ykkar. Ef þið ætlið að leyfa endalausan lygamöntruáróðurinn í gerpinu, þá getið þið alveg slappað af varðandi orðaforða annara.

palli (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 315
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 2065
  • Frá upphafi: 1183922

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 1780
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 243

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband