Miðvikudagur, 3. apríl 2013
Könnun: Er aðild að evru óafturkræf framkvæmd?
Í umræðum um stöðu þeirra evruríkja sem hafa þurft á neyðaraðstoð að halda á undanförnum árum hefur ítrekað verið rætt um að best væri fyrir þau að yfirgefa evruna. Þetta hefur sérstaklega átt við um Grikkland og Kýpur.
Meira að segja tilteknir ráðamenn hafa haft þetta á orði, en þrátt fyrir mikla erfiðleika hafa ríkin haldið sig við evruna. Kannski er það vegna þess að hinir sameiginlegu björgunarpakkar frá ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu eru þannig útbúnir að það er engin önnur leið talin fær. Vandinn sem evran skapar sé mikill og alvarlegur, en staðan yrði geigvænleg ef ríkin reyndu að losna úr spennitreyju evrusamstarfsins.
Nú er ljóst að vandi þessara ríkja hefur verið og verður áfram langdreginn. Atvinnuleysi eykst og er orðið geigvænlegt á ýmsum stöðum. Evran dregur þannig vandann á langinn.
En hvers vegna yfirgefa ríkin ekki evrusvæðið? Er það vegna þess að aðild að evrunni er óafturkræf framkvæmd. Írskur prófessor líkti þessu við það að reyna að yfirgefa evrusvæðið væri eins og að reyna að afbaka pítsu, þ.e. að fá aftur hveitið og önnur hráefni sem fóru í pítsuna til baka. Það er náttúrulega ekki hægt. Aðrir hafa sagt, meðal annars áður en evruvæðingin hófst, að eina leiðin til að losna við evruna væri ef gjalmiðilssamstarfið í heild sinni myndi hrynja - og það með geigvænlegum afleiðingum.
Þess vegna vaknar spurningin - og það svara henni ekki allir á sömu lund - er aðild að evrusvæðinu óafturkræf framkvæmd?
Hægt er að taka þátt í lítilli könnun um þetta með því að svara spurningunni hér til hliðar.
Þarna eru líka fleiri léttar kannanir sem hægt er að taka þátt í.
Nýjustu færslur
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 224
- Sl. sólarhring: 358
- Sl. viku: 1974
- Frá upphafi: 1183831
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 1710
- Gestir í dag: 180
- IP-tölur í dag: 179
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krügman telur greinilega ekki svo vera.
Allavega spáði hann því í fyrravor að Grikkir myndu gefa evruna upp á bátinn jafnvel strax í júní.
Það hefur hins vegar verið mikill meirihluti fyrir því í Grikklandi og þeim löndum sem hafa verið í mestum vanda að halda í evruna og ESB-aðildina.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 08:45
Þetta er ekki málefni sem er svarað með könnun. Ef 60% þátttakenda ákveða að epli sé í raun appelsína þýðir það ekki að það sé rétt niðurstaða.
Einar (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 14:42
Björgunarsjóður ESB er ekki aðeins fyrir evrulöndin.
Önnur ESB-lönd geta tekið þátt ef þau vilja. Ef ég man rétt kusu aðeins Bretar og Tékkar að eiga ekki aðild að björgunarsjóðnum.
Seðlabanki Evrópu þjónar heldur ekki bara evrulöndum. Öll ESB-lönd njóta hans.
Strax eftir ESB-aðild erum við því komin í visst skjól sem eykst enn frekar með ERM II myntsamstarfinu sem getur jafnvel hafist um tveim mánuðum eftir aðild.
Í aðdraganda ERM II minnkar væntanlega verðbólga og vextir lækka vegna þess stöðugleika sem er í augsýn.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.