Leita í fréttum mbl.is

Fyrirlestur um koníaksaðferð Jean Monnets

Í dag var haldinn í Norræna húsinu mjög greinargóður fyrirlestur með styrk og aðstoð frá frönskum yfirvöldum, ESB, Háskóla Íslands, Evrópustofu og Jean Monnet sjóði ESB. Fyrirlesturinn fjallaði í stuttu máli um koníaksaðferð Jean Monnets.

Opinbert heiti fyrirlestrarins var reyndar allt annað. Efni sem til umfjöllunar var má kalla aðgreinda sameiningu ESB (differentiated integration). Fundarboðendur kölluðu þetta breytilegan samruna í ESB. Það þarf ekki heimspekilega þenkjandi einstakling til að átta sig á því að í þessari yfirskrift hlýtur að felast nokkur mótsögn.

Fyrirlesari var franskur maður að nafni Vivien Pertusot, forstöðumaður Ifri hugveitu í Brussel, en hann lýsti því hvernig samrunaþróunin í ESB er í stórum dráttum tveggja þrepa: Annað hvort eru öll lönd þátttakendur í stofnunum eða fyrirkomulagi ESB, svo sem evrunni, eða þau eru utan við til að byrja með og koma svo inn með tíð og tíma.

Eftir þriggja kortéra fyrirlestur spurði einn fundargesta fyrirlesara hvort ekki mætti lýsa efni fyrirlestrarins með þremur orðum: Koníaksaðferð Jean Monnets?

Fyrirlesari varð þögull um stund, brosti síðan vandræðalega og sagði svo: Jú, það má segja það.

Frakkar kannast vel við það sem kallað er koníaksaðferð Jean Monnets. Innlimunarhugmyndafræði ESB byggir nefnilega í stórum dráttum á henni.

Koníaksaðferðin sem þessi franski koníaksframleiðandi, stórgrosser og einn af helstu hugmyndasmiðum ESB setti fram, er í stuttu máli þessi:

Þú færð ríki til að taka upp einhvern lítinn hluta af regluverki ESB. Þegar það er komið og aðlögun að regluverkinu hefur átt sér stað þá verður ekki aftur snúið. Eina leiðin er að halda áfram, taka upp meira af regluverkinu þangað til fullnaðarsamruna er náð.

Þessi franski fræðimaður, Pertusot, viðurkenndi það brosandi að mishröð eða margþrepa aðlögun að ESB byggði á þessu sjónarmiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 1782
  • Frá upphafi: 1183639

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband