Föstudagur, 5. apríl 2013
Örvænting Össurar
Það er skiljanlegt að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sé örvæntingarfullur þessa dagana. Hann sér fram á að helsta pólitíska stefnumál hans og þess flokks sem hann tók þátt í að stofna sé að renna út í sandinn. ESB-umsóknin er í undarlegu limbói, ekki síst fyrir verknað hans sjálfs.
Össur lætur einskis ófreistað að halda fram málstað sínum í ræðu og riti þessa dagana. Hann veit sem er að hans hjartans mál er í hættu statt. Hann þvertekur reyndar fyrir að hann sé ástfanginn af ESB, en öll hans hegðun ber annað með sér. Hann málar upp mjög dökka mynd af því sem gæti orðið ef aðlögunarferlinu verður hætt, talar um hættu fyrir orðspor Íslands, hættu á einangrun, slæmum kjörum og svo fram eftir götunum.
Viðbrögð Össurar eru skiljanleg. Erindi hans í pólitík hefur verið að koma Íslandi inn í ESB allt frá því er hann gerðist pólitískur fóstursonur Jóns Baldvins Hannibalssonar í Alþýðuflokknum fyrir fáeinum áratugum. Við stofnun Samfylkingarinnar var í upphafi óljóst hvaða stefna yrði tekin í ESB-málum og það mál látið liggja í láginni til að byrja með. En svo var það Össur sem hratt flokknum á ESB-veginn með því að koma með glannalegar yfirlýsingar í kosningabaráttu Samfylkingarinnar um að stefna bæri að inngöngu í ESB. Fyrir vikið urðu Margrét Frímannsdóttir og fleiri úr Alþýðubandalaginu heldur súr, en Össur hafði sitt í gegn smám saman, meðal annars í gegnum kosningu sem fimmtungur flokksmanna eða svo tók þátt í þótt kosning væri bréfleg.
Samfylkingin þurfti á sinni sérstöðu að halda og sú sérstaða fólst smám saman í afstöðunni til ESB. Af sinni alkunnu kænsku tókst Össuri og fleirum að véla Vinstri græna inn á að sækja um aðild við síðustu stjórnarmyndun þótt VG væri að forminu til á móti inngöngu. Ætlunarverkið var við það að takast að mati Össurar og fleiri Evrópu-krata í Samfylkingunni. Flestir bjuggust við að aðildarviðræður tækju skamman tíma. Fyrirheitna landið var í seilingarfjarlægð.
En draumurinn varð að martröð. Vinstri grænir ráðherrar á borð við Jón Bjarnason og óbreyttir flokksfélagar Vinstri grænna spyrntu við fótum. Þjóðin snérist svo algjörlega öndverð gegn þessum áformum ríkisstjórnarinnar. Að endingu sá Össur utanríkisráðherra sig svo knúinn til að samþykkja að hægt yrði á samningaviðræðum, að minnsta kosti að nafninu til.
Nú vilja stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir hætta þessu þrasi, því þeir eru á móti aðild að ESB. Það er bara spurningin um hvernig þessu verður hætt. Flokkur Össurar er kominn algjörlega út í kuldann og mælist nú með með fylgi undir 10 prósentum og er því kominn í svipaða stöðu og Alþýðuflokkurinn var áður.
Það er því skiljanlegt að Össur og fleiri samfylkingarmenn séu örvæntingarfullir.
![]() |
„Ég er ekki ástfanginn af ESB“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Ekkert grín
- Bókun 35 og fleira úr pontu á Valhúsahæð
- Of barnalegt
- Meint hrun Bretlands og aðalfundur
- Það fást styrkir
- Húsfyllir og varnaðarorð
- Bara á Íslandi - og auglýsing um fund
- Er þetta eitt stórt A-Þýskaland í öðru veldi?
- Skondin mótsögn
- Það vill þetta enginn
- Blessaður orkupakkinn sem gaf okkur ódýrt rafmagn
- Það slapp í þetta sinn
- Dagur öryggis
- Sigurbjörn sprengir
- Meginmálið 1. maí
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 54
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 1911
- Frá upphafi: 1222901
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 1679
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
össur og aðrir já sinnar þurfa ekki að hafa neina áhyggjur. esb lestin verður ekki stöðvuð. kannski pása en ekkert annað
Rafn Guðmundsson, 5.4.2013 kl. 20:42
Ertu með hita með þessu Rafn?
Farðu þá á norænavelferðasjúkrahús hennar JóGrímu, þú hefur bara 21 dag til að njóta þess.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 01:29
Það er nú svo gott að hann komist inn,ein vinkona mín kom uppgefin eftir daginn,það mæddi mjög mikið á fáum,allt er skorið við nögl.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2013 kl. 02:33
Ferlið verður ekki stöðvað sama hvernig Alþingi verður skipað eftir kosningar. Því Seðlabankinn, Samtök Iðnaðarins, Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins og Verslun og þjónusta, ásamt fleirum hagsmuasamtökum munu ekki láta það gerast. Meira að segja er andstaða LÍÚ gegn ESB inngöngu einnig að renna út í sandinn.
Atli Hermannsson., 6.4.2013 kl. 09:29
Engin samtök megna það sem óbreyttir kjósendur gera. Formenn samtaka hafa alltaf orðið og hagræða því. Síðan eru samtök bænda,sveitafélaga ofl. heit á móti esb.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2013 kl. 12:53
Say good bye to ESB Atli.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 13:06
Ég er nú ekki svo viss um sveitarfélögin Helga ég held í mörgum tilfellum þau væru til í að selja ömmu sína fyrir peninga, a.m.k. er mitt bæjarfélag auralaust og mundi sjá ofsjónir yfir þeim styrkjum sem koma frá ESB.
Ef einhver ESB-sinni væri spurður um hvað almenningur hefði upp úr því að ganga inn í ESB yrði svarið væntanlega sama og kom frá formanni verslunar og þjónustu þ.e. við fáum ódýrari kjúklinga, en ekki ódýrari en svo að sem nemur innflutningsgjöldum, sem að mínu áliti er hægt að lækka eða afnema án þess að ganga í ESB. Össuri var ansk..... nær að fara eftir tillögu Sjálfstæðismanna í upphafi ferlisins og fá úr því skorið hvort þjóðin vildi fara í þetta ferli, í stað þess að eyða öllum þessum peningum upp á von og óvon.
Sandy, 7.4.2013 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.