Leita í fréttum mbl.is

Evran ógnar heimsbúskapnum!

Evran veldur ekki aðeins vanda í Evrópu, heldur eru evruvandræðin og minni eftirspurn á svæðinu farin að bitna óþyrmilega á útflutningi Bandaríkjanna og þar með heimsbúskapnum.

Þetta kemur m.a. fram í meðfylgjandi frétt EUbusiness, og er haft eftir háttsettum embættismanni í fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn hafa lengi fundið fyrir samdráttaráhrifum evrunnar. Þess er skemmst að minnast að Demókratar óttuðust og Repúblikanar vonuðust til þess að samdráttaráhrif evrunnar fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum á síðasta ári hefðu nægilega mikil neikvæð áhrif til að koma í veg fyrir endurkjör Obama.

Það er ekki bara minni atvinna og þverrandi eftirspurn eftir innfluttum vörum í Evrópu sem er áhyggjuefni Bandaríkjamanna, heldur hafa þeir líka verulegar áhyggjur af almennum fjármálastöðugleika í álfunni, þ.e. einkum stöðu evrópskra banka. Bandaríski embættismaðurinn segir að nýlegir atburðir á Kýpur minni á að Evrópa þurfi enn að feta þröngt einstigi í átt að umbótum bæði í ríkisfjármálum og bankamálum, en bankastarfsemi er enn talin of umfangsmikil í nokkrum Evrópulöndum.

Það er svo athyglisvert að þessi bandaríski embættismaður segir að það sé algjör nauðsyn að eftirspurn (og þar með jafnvel verðbólga) verði aukin í kjarnaríkjunum á borð við Þýskaland, svo að það geti auðveldað útflutning á vörum frá jaðarríkjunum og stuðlað að bættum hag þar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framboð og eftirspurn á hinum ýmsu mörkuðum fer upp og niður.

Undanfarin misseri hefur eftirspurnin verið með minna móti í Evrópu og víðar enda hefur versta heimskreppa síðan á fjórða áratug síðustu aldar herjað á heiminn.

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af væli Bandaríkjamanna enda eru það þeir sem bera ábyrgð á ástandinu með sínum undirmálslánum sem þeir losuðu síg síðan við með blekkingum, ekki síst til ESB-landa.

Blekkingarnar fólust í að selja skuldabréfavafninga með þessum undirmálslánum innan um og saman við og fá síðan matsfyrirtæki til að gefa þeim sína hæstu einkunn gegn betri vitund.

Evran ógnar stöðu Bandaríkjadollars sem helstu myntar i alþjóðlegum viðskiptum. Bandaríkjamenn sjá því ofsjónum yfir velgengni Evrunnar.

Íbúar ESB, sem væntanlega munu allir þegar fram í sækir nota Evru, eru yfir 500 milljónir meðan Bandaríkjamenn eru aðeins rúmlega 300 milljónir.

Ógnin er því mikil og miklir hagsmunir í húfi fyrir Bandaríkjamenn. Þeir, og Bretar reyndar líka, tala því niður Evruna við hvert tækifæri.

Með því að halda í pundið upplifa Bretar sig sem eins konar annars flokks aðildarþjóð. Þeir þola það illa og einnig hve styrkur pundsins hefur veikst með uppgangi Evru.

Bandaríkjamenn og Bretar ráða að mestu yfir fjármálaumræðunni á vesturhveli jarðar. Það skýrir að mestu illt umtal um Evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 151
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 1813
  • Frá upphafi: 1183397

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 1591
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband