Leita í fréttum mbl.is

Lægri vextir ekki sjálfkrafa með evru segir Guðmundur Steingrímsson

Það var athyglisvert í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Guðmund Steingrímsson á Sprengisandi Bylgjunnar í dag að Guðmundur hafði ekki trú á því að lægri vextir fengjust sjálfkrafa ef evra yrði tekin upp hér á landi. Fyrst þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði.

Það var greinilegt að fjölmiðlamaðurinn taldi mögulegt að ná þessum skilyrðum óháð því hvaða gjaldmiðil Íslendingar væru með.

Það er því efnahagsstjórnin sem skiptir máli fremur en gjaldmiðillinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt að menn skuli enn vera að ímynda sér að miklu meiri verðbólga og hærri vextir á Íslandi en á evrusvæðinu (fyrir gjaldeyrishöft) séu ekki vegna ónýtrar krónu.

Lítill gjaldmiðill sveiflast óhjákvæmilega mikið. Þegar gengi hans lækkar þá hækkar verðlag. Laun hækka svo oftast í kjölfarið til að ná sama kaupmætti. Það veldur svo aftur verðbólguskoti.

Þegar gengi gjaldmiðilsins hækkar lækkar sjaldnast verðlag og laun lækka aldrei. Það þarf ekki mikla ályktunarhæfni til að sjá að lítill gjaldmiðill er því mikill verðbólguhvati.

Þegar viðskipti með gjaldmiðla eru frjáls er nauðsynlegt að bjóða mun hærri raunvexti á innlán en þar sem stærri og traustari gjaldmiðlar eru því að annars flyst sparifé úr landi.

Hærri vextir vega upp á móti áhættunni við að geyma fé í krónum Auk þess hefur mikil eftirspurn eftir lánsfé á Íslandi stuðlað að hærri vöxtum.

1920 var sama gengi á dönsku krónunni og þeirri í íslensku. Nú er gengi þessar sömu íslensku krónu innan við 1/2000 af danskri krónu.

Að sjálfsögðu hefur danska krónan einnig rýrnað því að þar hefur verið verðbólga þó að lítil sé í samburði við þá íslensku. Þetta er þó mikil rýrnun á svona löngum tíma.

Verðgildi íslensku krónunnar er því í raun miklu minna en 1/2000 af því sem það var 1920. Ég mundi giska á að það væri minna en 1/10.000 (0.0001 kr) af því sem það var þá. Það er því óhætt að segja að krónan hafi nánast orðið að engu.

Halda menn virkilega að íslenskir stjórnmálamenn hafi allan þennan tíma verið svona miklu meiri aular en kollegar þeirra erlendis? 

Þetta hrun á gengi krónunnar varð þrátt fyrir að hún var í höftum allan þennan tíma að fáeinum árum undanskildum.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 269
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 1183272

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1479
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband