Leita í fréttum mbl.is

Sagði Árni Páll þetta virkilega?

Árni Páll Árnason hefur greinilega ekki trú á ESB-vegferð Samfylkingar og Vinstri grænna. Að hans mati eru Íslendingar greinilega ekkert á leið inn í Evrópusambandið þrátt fyrir umsókn um aðild og aðlögunarferli.

Árni sagði í þættinum á Sprengisandi í dag nokkurn veginn orðrétt að vextir hér á landi myndu lækka strax og við settum okkur það markmið að ganga inn í Evrópusambandið.

Þetta var undarleg framsetning hjá formanninum. Það er því greinilegt að hann hefur enga trú á því að umsóknin muni skila árangri. Íslendingar hafa það ekki að markmiði að ganga í Evrópusambandið þótt þeir hafi sótt um aðild að sambandinu!

Þetta leiðir hugann að fullyrðingum Árna Páls og fleiri Samfylkingarmanna fyrir og í upphafi þessa kjörtímabils um að um leið og Íslendingar tækju ákvörðun um að sækja um aðild að ESB myndu vextir lækka hér á landi.

Lítið hefur farið fyrir því að Samfylkingin hafi sýnt fram á að aðildarumsóknin hafi skilað þeim árangri í þessum efnum sem hún áður hélt fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

>Lítið hefur farið fyrir því að Samfylkingin hafi sýnt fram á að aðildarumsóknin hafi skilað þeim árangri í þessum efnum sem hún áður hélt fram.<

Og mun ekki geta gert.  Ósannindi og þvættingur verða ósannindi og þvættingur.  Líka þó maður sé nógu andsetinn til að trúa því sjálfur.

Elle_, 7.4.2013 kl. 12:21

2 identicon

Þetta eru útúrsnúningar.

Frá  því að sótt var um ESB-aðild hefur allt gengið mun betur á Íslandi en nokkur þorði að vona.

Það er ekki óvarlegt að ætla að það sé að hluta vegna umsóknarinnar þó að góð frammistaða ríkisstjórnarinnar eigi einnig hlut að máli.

Ef þjóðin ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB mun ástandið batna enn frekar og svo aftur með ERM II myntsamstarfinu sem getur hafist fljótlega eftir aðild.

Þannig mun traust á Íslandi aukast í skrefum með sífellt lægri vöxtum á erlendum lánum ríkisins, minni verðbólgu og hærra gengi krónunnar að öðru óbreyttu.

Lokaskrefið verður upptaka evru sem hugsanlega gæti orðið staðreynd eftir tvö ár í ERM II.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 304
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 2784
  • Frá upphafi: 1164991

Annað

  • Innlit í dag: 263
  • Innlit sl. viku: 2392
  • Gestir í dag: 239
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband