Leita í fréttum mbl.is

Evrópustofa á gráu svæði

Það þarf greinilega að skoða gaumgæfilega hvort starfsemi Evrópustofu hér á landi samræmist íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þættinum Á sprengisandi í morgun.

Rætt var um ályktun frá flokksþingi Framsóknarflokksins nýverið, en þar segir að Framsóknarflokkurinn telji fulla ástæðu til að setja án tafar lög sem fyrirbyggja að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað pólitískan áróður hér á landi. Ljóst megi vera að ef íslenskir stjórnmálaflokkar búi við takmörkuð fjárráð en erlendir aðilar megi dæla hingað ótakmörkuðum fjárhæðum til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi þá sé lýðræðinu í landinu hætta búin.

Í viðtalinu var ekki annað að heyra á Sigmundi en að hann teldi að starfsemi Evrópustofu gæti nú þegar brotið í bága við íslensk lög og alþjóðlega samninga sem við höfum undirgengist varðandi starfsemi erlendra ríkja.

Fram hefur komið að ESB hefur ráðstafað ríflega 200 milljónum króna í starfsemi Evrópustofu.


mbl.is Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvelt að telja Evrópustofu á gráu svæði ef maður notar rangtúlkanir of sleppir nokkrum megin staðreyndum. Til dæmis er ESB ekki erlent ríki frekar en Rauði Krossinn. Og það getur varla kallast grátt svæði sem er fullkomlega leyfilegt samkvæmt Íslenskum lögum og verður ekki afnumið nema með lagasetningu. Það að SGD vilji setja lög sem banna starfsemi samtaka sem ekki eru fjármögnuð af Íslendingum setur starfsemina ekki á grátt svæði meðan þau lög eru ekki til.

Annars verður skemmtilegra eftir kosningar að sjá SDG leita að þessum gjafmildu erlendu vogunarsjóðum sem hann vill að fjármagni kosningaloforðin. Ætli það teljist á gráu svæði?

L.Óskar (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 13:57

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta er ekki á gráu svæði. Hér er greinilega um að ræða erlend ríki sem stunda eða fjármagna pólitískan áróður hér á landi.

Jónatan Karlsson, 7.4.2013 kl. 14:42

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ef einhver vafi væri á að Evrópustofa "samræmist íslenskum lögum og alþjóðasamningum" ekki þá væru þið búnir að finna það og benda á

Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 174
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 1750
  • Frá upphafi: 1144962

Annað

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 1546
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband