Leita í fréttum mbl.is

Staðan á Íslandi er mun betri en á Írlandi

Staðan í efnahagsmálunum á Íslandi er mun betri en á Írlandi. Það var niðurstaðan í máli Stephens Kinsella, írsks hagfræðings, í Silfri Egils í dag. Íslendingar eru að komast út úr kreppunni á meðan Írar eru í henni miðri, nú fjórum árum eftir að bankakreppan hófst.

Fram kom í þættinum að um helmingur húseigenda á Írlandi væri með neikvæða eiginfjárstöðu. Atvinnuleysi er mjög mikið, eða 15% og um 200 þúsund manns hafa verið án atvinnu í meira en ár. Írska ríkið glímir nú við skuldir bankakerfisins sem það tók á sig og nemur fjárhæðin um tíu þúsund milljörðum íslenskra króna, sem ætlunin er að velta yfir á herðar skattgreiðenda. Kinsella sagði að þessi leið sem ESB þvingaði Íra til að fara í bankamálunum væri dýrustu mistökin sem gerð hefðu verið þar í landi.

Þá var það athyglisvert sem fram kom í viðtalinu að efasemdir um ágæti evrunnar og ESB hafa aukist á Írlandi þótt þeir telji sig ekki geta gert annað sem stendur en að halda áfram á sömu braut. Það kom fram hjá viðmælandanum það væri almennt mat fólks á Írlandi að ESB væri ekki að hjálpa Írum núna.

Þá nefndi hagfræðingurinn að staðan hér á landi væri mun betri meðal annars vegna þess að Íslendingar hefðu sjálfstæðan gjaldmiðil. Þess vegna væru Íslendingar að komast út úr kreppunni en Írar væru enn í henni miðri.

Það er því miklu meiri munur á Íslandi og Írlandi en einn bókstafur og sex mánuðir eins og einhver spaugari sagði árið 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bull hjá ykkur - hann sagði þetta ekki - hann sagðist 'halda' að staðan væri betir hjá okkur. notaði orðið 'halda' allavega tvisvar.

Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 17:16

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvað er þetta Rafn.

Afhverju heldurðu svona dauðahaldi í að hann segist "halda" að staðan sé mun betri hérlendis.

Ef að við skoðum aðeins atvinnuleysið þá er það 15% í Írlandi eða um það bil þrisvar sinnum meira en það er á Íslandi núna.

Það þarf því ekkert að halda í þeim efnum og reyndar á ýmsum fleiri sviðum þar sem tölfræðin og staðreyndirnar tala sínu máli Íslandi mjög í vil.

En þetta hvernig þú reynir að halda dauðahaldi í orðið "halda" er beinlínis hlægilegt og lýsir aðeins vesælri og lélegri málefnastöðu ESB trúboðsins hér á landi.

Gunnlaugur I., 7.4.2013 kl. 19:46

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já rétt er rétt Gunnlaugur - og þess virði að halda dauðahaldi

Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 183
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1183164

Annað

  • Innlit í dag: 158
  • Innlit sl. viku: 1720
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 149

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband