Leita í fréttum mbl.is

Könnun: Lítill áhugi á aðalmáli Samfylkingarinnar

Hér til hliðar er hægt að taka þátt í laufléttri skoðanakönnun um það hvaða mál eru talin mikilvægust fyrir komandi kosningar.

Fáeinum klukkustundum eftir að þessi könnun var útbúin var birt frétt um vandaða skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um mikilvægustu kosningamálin í huga kjósenda. Þannig var nú púðrið aðeins bleytt í okkar litla könnunarleik (þótt enn sé hægt að taka þátt!), en niðurstaða Félagsvísindastofnunar vekur talsverða athygli.

Í könnuninni kemur fram að skuldamálin eru mikilvægustu kosningamálin í huga kjósenda. Þrír fjórðuhlutar kjósenda telja skuldamálin eitt af mikilvægustu málunum. Hins vegar telur aðeins fimmtungur kjósenda Evrópumálin vera eitt af þremur mikilvægustu kosningamálum.

Þetta þótti félagsvísindamanninum Rúnari Vilhjálmssyni ein merkilegasta niðurstaðan. Núverandi forysta Samfylkingarinnar telur Evrópumálin mikilvægasta kosningamálið og núverandi ríkisstjórn hefur einnig lagt mikla áherslu á þennan málaflokk.

Kjósendur eru bara ekki sammála því að Evrópumálin séu þau mál sem mikilvægast er að vinna í .

Samfylkingin, ríkisstjórnin - og Björt framtíð - eru því ekki í takt við kjósendur í landinu.

konnun


mbl.is Skuldamál heimilanna mikilvægust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með ESB fáum við lága vexti og enga verðtryggingu og mannsæmandi kjör á lánum.

Þannig að það er mikill vilji til að ganga í ESB einsog þessi könnun sýnir.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.4.2013 kl. 21:00

2 identicon

Fúlt að vera með heil samtök um evrópumál, brennandi áhuga og bloggsíðu þegar kjósendur eru bara ekki sammála því að Evrópumálin séu þau mál sem mikilvægast er að vinna í.

Þú ert því ekki í takt við kjósendur í landinu.

Vantar ekki einhvern til að sópa göturnar í þínu byggðarlagi nú þegar Evrópumálin eru ekki þau mál sem mikilvægast er að vinna í?

SonK (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 21:50

3 identicon

Þar með lítill áhugi á Heimsýn.

Gaupi (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 21:54

4 identicon

Innlimunarmálin ÉSB skipta náttúrulega gríðarlegu máli. Það skiptir okkur miklu að koma í veg fyrir að landið verði fært undir stjórn Þjóðverja og Brusselelítunnar. Auðvitað er ljóst að fólk telur þetta stórt mál.

Þeir eru hinsvegar fáir eftir sem telja okkur best borgið þar inni. Fáir og háværir kverúlantar sem hafa engann skilning á efnahagsmálum og nauðsyn fullveldis.

En við afgreiðum þetta rugl út af borðinu í eitt skipti fyrir öll, eftir kosningar, enda ljóst að þessir tveir ESB örflokkar, Vg og Samfylking, verða ekki í stjórn, og varla með þingmenn inni, sé að marka allar skoðanakannanir.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 03:47

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er VG ESB flokkur?

Þú segir mér fréttir

Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2013 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 347
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 1557
  • Frá upphafi: 1257017

Annað

  • Innlit í dag: 309
  • Innlit sl. viku: 1376
  • Gestir í dag: 287
  • IP-tölur í dag: 283

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband