Leita í fréttum mbl.is

Harðstjórn þurfti til að koma evrunni á koppinn

Það er merkileg játning hjá Helmut Kohl fyrrverandi kanslara Þýskalands að hann hafi beitt harðræði til að tryggja að flokkur hans samþykkti upptöku evru. Það er ekki síður athyglisvert að hann telur að Þjóðverjar hefðu aldrei samþykkt evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta kemur þeim sem hafa fylgst með gangi mála þó ekki sérlega á óvart.

Þetta er hins vegar merkileg staðfesting frá helsta innanbúðarmanni við innleiðingu evrunnar um að allt þetta ferli byggðist á þeim ólýðræðislega grunni sem æ síðan hefur verið eitt af einkennum Efnahags- og myntbandalags Evrópu þar sem Seðlabanki Evrópu og starfsemi hans er eitt helsta táknið fyrir að það er afl hins sterka en ekki lýðræðið sem stýrir för.

Í EUobserver kemur fram að vinnubrögðin við að koma evrunni á koppinn, þar sem megináherslan var á pólitíska sameiningu Þýskalands og sameiginlegan markað í Evrópu án þess að efnahagsleg skilyrði fyrir upptöku evrunnar hafi verið til staðar sé ein meginástæðan fyrir erfiðleikum evrunnar í dag.


mbl.is Keyrði evruna í gegn „eins og einræðisherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 230
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 2587
  • Frá upphafi: 1182637

Annað

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 2261
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband