Leita í fréttum mbl.is

Kemur upphefð Össurar að utan?

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra reynir að afla sjónarmiðum sínum fylgis meðal Íslendinga með því að fara í heimsóknir til ýmissa ráðamanna ESB og fá þá til að vitna um möguleika Íslendinga í gegnum fjölmiðla hér á landi.

Á sama tíma heldur ESB-batteríið hér heima áfram að flytja inn málpípur ESB til að tala á fundum í Norræna húsinu, í Háskóla Íslands, á Akureyri og víðar. Af hálfu þessara aðila eru stöðugar vitnaleiðslur í gangi, enda verða menn einhvern veginn að verja þeim 230 milljónum króna sem meðal annars eru ætlaðar í verkefnið.

Á sama tíma súnkar fylgi Samfylkingarinnar og nálgast nú þriðjung af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum.

Þjóðin hefur hafnað leið Samfylkingarinnar í Evrópumálunum.


mbl.is Íslendingum boðið náið samráð um fríverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það skal allt reynt, fullreynt, þrautreynt og þrautpínt til að koma okkur alla leið inn í Brusselhelsið.  Vonandi tekst það ekki.  Við segjum NEI við Össur og hans fylgifiska í ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2013 kl. 18:29

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hann er bara að vinna vinnuna sína sem er eðlilegt.

Rafn Guðmundsson, 9.4.2013 kl. 19:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Rafn hann er ekki að vinna vinnuna sína hann er að nauðga meirihluta þjóðarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2013 kl. 00:10

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er alveg sprenghlægilegt að sjá Össur og fláræðis svipinn á honum þegar hann nú á síðustu metrunum fer utan til þess að hitta alla helstu kommísara Æðstu Ráðanna í gylltu sölunum í Brussel.

Þjóðin hefur hafnað Samfylkingunni og guði sé lof þá mun þjóðin líka brátt losna við þennan utanríkisráðherra !

Gunnlaugur I., 10.4.2013 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 2425
  • Frá upphafi: 1165053

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2061
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband