Leita í fréttum mbl.is

Frostavetur í Grikklandi

Staðan í Grikklandi er orðin ískyggileg. Framleiðsla minnkar ár frá ári og atvinnulausum fjölgar stöðugt, en 27 prósent vinnufærra manna eru nú án atvinnu.

Grikkir líta ekki björtum augum til framtíðar, þeim finnst öryggið vera lítið og kollsteypurnar að undanförnu miklar.

Á sama tíma kynnir Samfylkingin hér á landi þau stefnumál sín að með aðild að ESB og upptöku evru verði tryggt öryggi hér á landi, engar kollsteypur og trygg framtíð.

Er ekki þörf á því að koma samfylkingarforystunni í frjálst ferðalag um Evrópu, svona svipað og ungt fólk fer í, þar sem forystan mun hitta venjulegt fólk, en ekki aðeins málpípur ESB?


mbl.is Verðhjöðnun í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

endilega benda okkur á hvar þetta er að finna:

tryggt öryggi hér á landi, engar kollsteypur og trygg framtíð.

ég hef ekki lesið stefnuskránna þeirra en ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki þar.

Rafn Guðmundsson, 9.4.2013 kl. 19:34

2 Smámynd:   Heimssýn

Þetta kom fram í máli fjármálaráðherra og formanns Samfylkingar í fjölmiðlum eftir kynningarfund sem flokkurinn var með í dag - sjá t.d. hér í lokin: http://www.visir.is/bjartsyn-thratt-fyrir-kannanir/article/2013130409157 

Heimssýn, 9.4.2013 kl. 20:29

3 Smámynd:   Heimssýn

Að ofan átti að standa: ....fjármálaráðherra og varaformaður ....

Heimssýn, 9.4.2013 kl. 20:33

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

takk fyrir viðbrögð. kannski er ég svona smámunasamur en mér finnst þetta:

Á sama tíma kynnir Samfylkingin hér á landi þau stefnumál sín að með aðild að ESB og upptöku evru verði tryggt öryggi hér á landi, engar kollsteypur og trygg framtíð.

ekki það sama og þetta:

„Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur."

skoðaði líka vídeóið með fréttinn og sýnist Vísir hafa endurritað þetta rétt.

Rafn Guðmundsson, 9.4.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 153
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 2522
  • Frá upphafi: 1165150

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 2150
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband