Leita í fréttum mbl.is

Varaformađur Samfylkingar út af sporinu í evrumálunum

Ţađ vakti athygli í kosningaţćtti sjónvarpsins í kvöld hversu óöruggur varaformađur Samfylkingarinnar var í umrćđunum um ESB og evru. Ţáttastjórnendur slógu fimlega úr höndum varaformannsins rökin um ađ velsćld, stöđugleiki og öryggi fylgdi evrunni  og vísuđu ţáttastjórnendur ţar til evrulanda í vanda.

Varaformađurinn sagđi ađ Samfylkingin vćri međ evruna á heilanum af ţví ađ flokkurinn vćri međ lífskjör fólks á heilanum. Ţegar ţessi orđ voru sögđ var greinilegt ađ flestir ađrir en Katrín Júlíusdóttir, varaformađur Samfylkingar, vćru međ lífskjör í vandaţyngdum evrulöndum í huga, enda bćtti varaformađurinn vandrćđalega viđ ađ menn vćru jafnvel ađ sjá ríki í ESB sem gengu vel og ef menn ynnu rétt ađ međ evruna kćmist á stöđugleiki!!

En varaformađurinn kórónađi  fyrst sjálfan sig ţegar hann sagđi: Ţegar viđ erum komin af stađ í ţann leiđangur ađ sćkja um ađild ţá verđur allt betra.

Bíđiđ nú viđ: Var ţetta ekki sagt áđur en umsóknin var send? Ţá sagđi Samfylkingin ađ um leiđ og tekin yrđi ákvörđun um ađ senda inn umsókn um ađild ađ ESB myndi stöđugleiki, öryggi og velsćld komast hér á!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún nefndi ađ ţrátt fyrir áföll margra ţjóđa undir Evrunni, sem hún kenndi óábyrgri efnahagstjórn um, ţá vćru ţjóđir sem nytu velgengni. Nefndi hún ţar Ţýskaland og Norđurlöndin. Bíddu nú viiđ...á hún viđ Finnland? Er ţađ nú samnefnari allra norđurlanda?

Evruna hefur hún taliđ töfralausn sem jafnvel kćmi í veg fyrir óábyrga efnahagsstjórn og spillingu, en kenndi svo óábyrgri efnahagsstjórn og spillingu um helför nćr helmings Evruţjóđa.

Ţetta var hreint brjóstumkennalegt hvernig hún freyddi ţarna samhengislaust. Manni svimađi hálfpartinn viđ ađ hlusta á rökleysuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2013 kl. 23:15

2 Smámynd: Rafn Guđmundsson

hvađa vestrćn lönd veist ţú um ţar sem allt er í lagi jsr?

Rafn Guđmundsson, 9.4.2013 kl. 23:32

3 identicon

Hér er hlutunum snúiđ á hvolf.

Katrín Júlíusdóttir stóđ sig framúrskarandi vel og sýndi mikiđ öryggi. Ađ mati lesenda annars vegar dv.is og hins vegar eyjan.is stóđ hún sig best allra ţátttakenda.

Ţetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi ţess ađ fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki veriđ mikiđ skv skođanakönnunum.

Annars er einkum tvennt athyglisvert viđ niđurstöđur ţessara kannana um frammistöđu ţátttakenda.

Fulltrúar stjórnarflokkanna fá meira fylgi samtals en fulltrúar stjórnarandstöđunnar og eini ţátttakandinn sem algjörlega afskrifar upptöku annars gjaldmiđils, Jón Bjarnason, fékk mjög lítiđ fylgi.

Vonandi er ţetta vísbending um ađ ábyrg stefna stjórnarflokkanna sé ađ skila sér í stuđningi og ađ óábyrg bólu- og hrunstefna B og D sé ađ missa fylgi.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 10.4.2013 kl. 07:07

4 identicon

Jón Steinar, allar norđurlandaţjóđirnar nema Ísland eru ásamt Ţýskalandi međ hámarkslánshćfismat.

Íslendingar eru hins vegar rétt fyrir ofan ruslflokk. Jafnvel Írland og Ítalía eru međ betra mat en viđ.

Finnar, Danir og Svíar njóta 1.42-1.58% vaxta á 10 ára skuldabréfum ríkisins međan viđ ţurfum ađ greiđa 6.20% vexti og tökum auk ţess gengisáhćttu.

Ef viđ nytum sömu kjara og norđurlandaţjóđirnar sem eru í ESB myndu vextir á lánum ríkisins lćkka úr 90 milljörđum á ári niđur í 20 milljarđa. Auk ţess skuldum viđ miklu meira en hinar norđurlandaţjóđirnar.

Viđ njótum miklu verri vaxtakjara en vandamálalöndin Írland, Ítalía og Spánn. 

Er ekki kominn tími til ađ opna augun fyrir ţví hve grafalvarleg skuldastađa okkar er? Ţrátt fyrir góđan árangur ríkisstjórnarinnar er enn langt í land.

Stefna B og D er bólu- og hrunstefna sem viđ síst af öllu höfum ţörf fyrir.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 10.4.2013 kl. 07:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2024
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 447
  • Sl. sólarhring: 553
  • Sl. viku: 2550
  • Frá upphafi: 1156191

Annađ

  • Innlit í dag: 414
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 401
  • IP-tölur í dag: 394

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband