Leita í fréttum mbl.is

Slóvenía næsta evruríkið sem þarfnast aðstoðar

Þeim fjölgar stöðugt evruríkjunum sem eru í vandræðum. Nú fjalla fjölmiðlar um að ástand bankamála í Slóveníu sé orðið þannig að ríkið verði að leita sér aðstoðar ef ekki á illa að fara.

Þannig greinir vefritið EUbusiness frá því að alþjóðlegu fjármálasamtökin Institute for International Finance segi að yfirvöld í ESB-löndunum verði að grípa til varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir meiriháttar erfiðleika í Slóveníu. Samtökin virðast ekki hafa trú á því að Slóvenum takist sjálfum að koma sér út úr þeim vanda sem við blasir bæði í ríkisfjármálum og bankamálum.

Alenka Bratusek forsætisráðherra Slóveníu segist vera að vinna í málinu dag og nótt, meðal annars með viðræðum við forystumenn í ESB á borð Jose Manuel Barroso.

Financial Times fjallar einnig um þetta mál í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 223
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 2592
  • Frá upphafi: 1165220

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 2219
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband