Leita í fréttum mbl.is

Frakkar orðnir þreyttir á efnahagsleiðsögn Þjóðverja

Frakkar eru uggandi yfir sínum hag. Þeir eru vart búnir að jafna sig á því að ráðherra þeirra þurfti að hætta með skottið á milli lappanna, er upp komst að hann treysti fjármunum sínum betur á frankareikningum í Sviss en á evrureikningum í Frakklandi, þegar í ljós kemur að efnahagsmálin eru enn í frosti í Frans ....

Þessu er meðal annars lýst hér á vef Financial Times í dag.

Þrátt fyrir að Frakkar hafi að sumu leyti staðist þjóða best skilyrði evrusamstarfsins um verðbólguþróun hafa þeir átt í ströggli með framleiðslugeirann og hagvöxtur verið lítill eða enginn með þeim afleiðingum að atvinnuleysi bara eykst.

Eftirspurn og neysla duga ekki til að efla franskan hag, og útflutningur tekur vart við sér í samanburði við samkeppnislönd. Kaupmáttur dregst saman, ekki síst vegna skattahækkana sem eru komnar til vegna þeirra hugmynda sem liggja til grundvallar efnahagsstjórn í ESB og flestum ríkjum sambandsins. Það eru ekki hvað síst Þjóðverjar sem taldir eru keyra áfram þessar hugmyndir um sparnað og skatta. Fyrir vikið ná hjól atvinnulífs ekki að snúast á nægum hraða í Evrópu.

Ýmsir spá því að þess sé ekki langt að bíða að upp úr sjóði á milli Þjóðverja og Frakka sem eru orðnir langþreyttir á því að lúta forsögn Angelu Merkel og annarra Þjóðverja í efnahagsmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Frakkar fari að byrsta sig yfir landamærin. Aldrei.

K.H.S., 10.4.2013 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 153
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 2522
  • Frá upphafi: 1165150

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 2150
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband