Fimmtudagur, 11. apríl 2013
Hvernig Íslandi verður komið inn í ESB þótt Íslendingar vilji vera fyrir utan
Umsóknin að ESB og aðlögunarferlið gerir það að verkum að það er hægt að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þótt Íslendingar vilji alla jafna vera fyrir utan það. Það þarf bara að bíða nógu lengi og finna þann eina tímapunkt sem mögulegt getur verið að ná fram meirihlutavilja - svona líkt og sænska ríkisstjórnin gerði til að koma Svíum inn í ESB.
Atli Harðarson, heimspekingur og skólameistari, skrifar athyglisverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Greinin ber heitið Hvernig er hægt að komast í Evrópusambandið þótt flestir vilji vera fyrir utan það?
Þar segir Atli í upphafi:
Í augum þeirra sem standa að umsókn Íslands um inngöngu Evrópusambandið kann andstaða við aðild að sýnast vandamál. Almennt er gert ráð fyrir að á einhverju stigi verði þjóðaratkvæðagreiðsla og það kann að virðast erfitt að koma málinu í gegn ef flestir eru á móti. Þetta vandamál er þó alls ekki eins stórt og virðast kann. Ef réttum aðferðum er beitt er hægt að komast inn þótt fylgi við það sé nær öllum stundum vel innan við helming.
En hverjar eru þessar réttu aðferðir?
Stuttu síðar segir Atli:
Þetta síðara, að umsóknin geti staðið opin í ótiltekinn tíma, virðist næstum í höfn. Samt þarf áfram að passa að enginn geti knúið á um að málið verði klárað og þannig eyðilagt allt saman. Það er ágætt að láta við og við í veðri vaka að það sé verið að opna einhverja kafla eða kíkja í einhverja pakka eða semja um eitthvað en umfram allt ekki gera neitt sem getur orðið til þess að það verði rokið í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild á kolvitlausum tíma. Málið er að láta fullgilda umsókn standa opna. Svo er bara að bíða.
Og undir lokin segir hann:
Á næstu áratugum koma vísast kollsteypur, alls konar hryðjuverk, ógnir og skelfingar, kannski stríð úti í heimi, nýjar kreppur eitthvað sem hristir vel upp í fólki svo almenningsálit sveiflast til í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Ef umsóknin stendur munu á endanum atburðir verða sem valda því að fylgi við aðild sveiflast aðeins yfir 50% í dálitla stund og þá skiptir öllu að hægt sé að vinna hratt. Þegar þar að kemur má sem best láta svo heita að búið sé að opna alla kaflana og kíkja í alla pakkana en það skiptir ekki öllu máli. Bara að kýla á fjandans þjóðaratkvæðagreiðsluna og málinu er reddað.
Þessi grein Atla er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um Evrópusambandið - og líka hina sem hafa ekki áhuga á því!
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 160
- Sl. sólarhring: 274
- Sl. viku: 2529
- Frá upphafi: 1165157
Annað
- Innlit í dag: 134
- Innlit sl. viku: 2157
- Gestir í dag: 128
- IP-tölur í dag: 127
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mér finnst ekki ljóst að "Íslendingar vilji vera fyrir utan". ég er ekki búinn að lesa þessa grein Atla en eftir að hafa lesið það sem þið hafið eftir henni spyr ég bara. er ekki bara best að klára þessa umsókn núna til að ekki þurfi að hugsam um hana í:
"kollsteypur, alls konar hryðjuverk, ógnir og skelfingar, kannski stríð úti í heimi, nýjar kreppur"
Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 10:07
Mikil andstaða við ESB um þessar mundir skýrist aðallega af mikilli andstöðu við Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingrím. Fólk segir Nei við nánast öllu sem þau segja Já við :) Þau eru gríðarlega óvinsæl, með innan við 30% fylgi. Ég er persónulega með 5 ára háskólanám, þar af 3 í viðskiptafögum. Ég hef ekki tekið afstöðu til inngöngu, þó ég vilji klára aðildarviðræður. Það er einfaldelga ótímabært að nudda í fólki og fá það til að taka afstöðu. Rúmlega 60% þjóðarinnar vilja krára aðildarviðræður á t.d. næstu 2-4 árum og taka svo afstöðu. Það er mjög skynsamlegt.
Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 10:43
Í ÖLLUM skoðanakönnunum (hátt á annan tug), síðan Össurargengið og handbendi þess "sóttu um" (sakleysislegt orðalag um landráð) í júlí 2009, hefur eindreginn meirihluti svarað spurningum um, hvort fólk vilji að Íslandi gangi í ESB, með NEITANDI hætti. (Sjá HÉR.)
Nú er andstaðan 70% samkvæmt síðustu skoðanakönnun. Rafn verður því, þrátt fyrir alla sína aumlegu óskhyggju, að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að "Íslendingar vilja vera fyrir utan". Af hverju vill þetta fólk ekki virða þann einbeitta þjóðarvilja?
Nei, fremur skal halda áfram eins og rjúpan við staurinn að jagast í þessu máli, sem stefnt er þó gegn fullveldi okkar -- og jafnvel þrátt fyrir ótvírætt fjandsamleg tiltæki þess sama Evrópusambands gegn okkur í Icesave-málinu og makrílmálinu!
Þess vegna er hin frábæra grein Atla Harðarsonar, sem ég las í Morgunblaðinu í morgun, svo ferskt og gott innlegg í þessa umræðu um framhald eða slit ESB-aðlögunarviðræðnanna. Atli er heimspekingur og beitir hér írónískri rökhyggju til að berhátta fráleitan málstað þeirra, sem vilja sífellt halda þessari Össurarumsókn í gangi.* Ég tek því undir hvatningu hér um að allir lesi þessa grein Atla í heild, hún er bráðskemmtileg aflestrar, þvílík er stílsnilldin og ágengu, afhjúpandi rökhyggjan.
* Það vilja t.d. þessir flokkar nú (og ættu allir að fara á tabú-lista kjósenda): Samfylking, Vinstri græn, "Björt framtíð", "Lýðræðisvaktin" og Pírataflokkurinn. Á mót standa Sjálfstæðisflokkur (a.m.k. landsfundur!), Framsóknarflokkur og Regnboginn.
PS. til Guðmundar: Gallupkönnun birt í nóvember sl.: 59,6% hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, 40,4% á móti afturköllun
PPS. Og landsbyggðin veit hvað til síns friðar heyrir: 83,7% á móti "aðild" að Evrópusambandinu í nóv. sl.
Jón Valur Jensson, 11.4.2013 kl. 12:55
... ágeng ...
... Á móti standa ...
Jón Valur Jensson, 11.4.2013 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.