Leita í fréttum mbl.is

Framvinduskýrsla ESB um Ísland viðurkennir ágæti sjálfstæðs gjaldmiðils

Framvinduskýrsla ESB um aðildarviðræður viðurkennir með opnum hætti að það hafi komið Íslendingum til góða í yfirstandandi kreppu að vera með eigin gjaldmiðil.

Í skýrslunni segir í lauslegri þýðingu að á heildina litið sé Ísland enn að hafa hag af styrkri verð-samkeppnisstöðu gagnvart viðskiptakeppinautum sínum og að það séu afleiðingar af gengisbreytingum krónunnar í yfirstandandi kreppu.

Á ensku hljóðar þetta svo: „Overall, Iceland still benefits from strong price competitiveness vis-á-vis its main trading partners as a result of the marked depreciation of the króna during the crisis."

Það er ljóst að mörg ríki á suðurjaðri evrusvæðisins öfunda okkur af þessari stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir geri sér grein fyrir þessu?  Já og Guðmundur Steingrímsson.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2013 kl. 16:30

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Ásthildur - Já þau vita alveg af þessu en það skiptir þau engu máli það er búið að forrita þetta fólk til að tala allan tíman um ónýta krónu - Að allt sé verst á Íslandi og svo framvegis.

Meira að segja getur Árni Páll Árnason ekki opnað munninn öðru vísi en að dásama evruna og bölva krónunni. Alveg sama þó svo að verið sé að ræða samgöngu mál á landsbyggðinni eða landbúnaðar og sjávarútvegsmál þá stendur bunan útúr Árna Páli um dásemdir evrunnar og yfirburði ráðstjórnarinnar í Brussel.

Hlutdræg og ESB sinnuð fréttapressan stoppar hann aldrei í þessum dæmalausa rétttrúnaði sem hann fær átölulaust að syngja í öllum fjölmiðlum daginn út og inn þó svo að aðrir stjórnmálaforingjar fái varla að segja hálfa setningu í þessum sömu fjölmiðlum án þess að vera stoppaðir af.

Það er ekki að furða að fylgið hrynji endalaust af þessum hreinræktaða sértrúarsöfnuði og ESB/evru flokki Samfylkingunni.

Að vísu taka "klónuð afritin" þeirra við einhverju af því fylgi sem hrynur niður um niðurfallið hjá SF, en það dugir lítið þó svo að þau séu flest hver í felulitum og stundi ESB trúboð í laumi.

Gunnlaugur I., 11.4.2013 kl. 18:52

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er örugglega rétt - nema að það er ekki ALLTAF 'crisis' og þá þarf að spurja um hina tímana.

Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 19:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnlaugur, "klónuðu afritin" eru líka á niðurleið ef marka má skoðanakannanir, en önnur ný framboð á uppleið sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2013 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 57
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 2426
  • Frá upphafi: 1165054

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2062
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband