Leita í fréttum mbl.is

Vandinn á Kýpur mun meiri en áður var talið

Það eru greinilega ekki öll kurl komin til grafar á evrusvæðinu. Samkvæmt meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins þurfa kýpversk stjórnvöld að leggja til um þrjátíu prósentum meira en áður var talið. Ástandið er því mun alvarlegra en áður var talið.

Um leið og vandinn dýpkar á Kýpur breiðist hann út á evrusvæðinu. Lagarde forstjóri AGS og Olli Rehn efnahagsmálastjóri ESB beina alvarlegum tilmælum til Spánar og Slóveníu um að þau taki til í opinberum fjármálum og bankamálum.

Fréttir frá Frakklandi eru einnig fremur daprar. Lítill sem enginn hagvöxtur, vaxandi atvinnuleysi og ríkisfjármálavandi.

Á sama tíma vill Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að Íslendingar taki upp evru sem gæti haft í för með sér sams konar atvinnuleysi og á Spáni og Grikklandi. Á sama tíma lítur öll Evrópa til þess hvernig Ísland hefur leyst sín mál eftir kreppuna - og í sjálfri framvinduskýrslu ESB um Ísland kemur fram að það hafi verið Íslendingum til góða að hafa eigin gjaldmiðil eftir bankakreppuna.


mbl.is 5,5 milljarða evra munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandinn á Kýpur er barnaleikur miðað við það sem við glímum við.

Engar eignatilfærslur hafa átt sér stað vegna stöðugs gjaldmiðils og kaupmáttur launa hefur einnig verið tryggður af sömu ástæðu.

Auðmenn hafa einkum verið látnir greiða tjónið með því að þjóðnýta innistæður þeirra. Hér er einkum að ræða útlendinga ekki síst rússneska óligarka.

Kýpverjar fá mjög hagstæð lán til að taka á sig sinn hluta tjónsins. Við þurfum hins vegar að greiða margfalt hærri vexti.

Skuldir íslenska ríkisins eru auk þess miklu hærri en kýpverska ríkisins.

Kýpverjar njóta skjóls Evrópska seðlabankans og ESB meðan við erum ein á báti án bandamanna með ónýtan gjaldmiðil.

Það er létt verk og löðurmannlegt fyrir meðalstóran vogunarsjóð að setja Ísland á hausinn til þess eins að græða á því.

Stríð Sigmundar Davíðs við vogunarsjóðina eykur líkur á slíkri árás.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 1982
  • Frá upphafi: 1182746

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1726
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband