Föstudagur, 12. apríl 2013
Umsókn að ESB = þjóð vill ganga í sambandið
Á vef Evrópusambandsins er athyglisverð lýsing á því hvernig aðild ríkis að ESB á sér stað. Þar er gengi út frá þeirri forsendu að áður en ríki sækir um aðild og áður en samningaviðræður hefjast þá sé viðkomandi ríki og þjóð reiðubúin til að ganga í Evrópusambandið.
Viðhorfið að klára viðræður og kíkja í pakkann stangast því algjörlega á við þá hugsun sem er hjá ESB, leiðtogum þess og embættismönnum, eins og meðal annars kom fram í heimsókn fulltrúa Heimssýnar til Brussel nýverið.
Orðrétt hljóðar þetta svo í lauslegri þýðingu (á vef Evrópusambandsins ) :
Nauðsynleg skref í átt að aðild að ESB
Ferli aðildar að ESB (aðlögun) felst í stórum dráttum í þremur skeiðum:
1. Þegar land er reiðubúið verður það opinber umsækjandi (e. candidate) til aðildar en þetta felur samt ekki nauðsynlega í sér að formlegar samningaviðræður hafa verið opnaðar. (Athugasemd þýðanda: Hér er áhersla á að land sé reiðubúið.)
2. Umsækjandinn fer í formlegar aðildarsamningaviðræður, sem er ferli sem felur í sér upptöku þeirra laga sem eru í gildi í ESB, undirbúning þess að vera í almennilegri aðstöðu til að nota lögin og beita þeim, og auk þess að innleiða lögfræðilegar, stjórnsýslulegar og efnahagslegar umbætur sem landið verður að innleiða til þess að geta uppfyllt skilyrði um aðild, en þetta er þekkt sem aðlögunarskilyrði.
3. Þegar samningaviðræður og meðfylgjandi umbótum er lokið að mati beggja aðila getur landið orðið aðili að ESB.
Á ensku hljóðar þetta svo:
1. When a country is ready it becomes an official candidate for membership but this does not necessarily mean that formal negotiations have been opened.
2. The candidate moves on to formal membership negotiations, a process that involves the adoption of established EU law, preparations to be in a position to properly apply and enforce it and implementation of judicial, administrative, economic and other reforms necessary for the country to meet the conditions for joining, known as accession criteria.
3. When the negotiations and accompanying reforms have been completed to the satisfaction of both sides, the country can join the EU.
Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 29
- Sl. sólarhring: 514
- Sl. viku: 2173
- Frá upphafi: 1187596
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1939
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Þegar land er reiðubúið" / "When a country is ready"
getur þýtt að þegar 50+% eru reiðubúnir og/eða þegar alþingi ákveður að sækja um ....
Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 17:45
Um það leyti sem Alþingi samþykkti að sækja um ESB-aðild var meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að sækja um. Þannig hefur það verið lengst af síðan.
Þjóðin getur hins vegar ekki tekið afstöðu til aðildar fyrr en samningur liggur fyrir. Ferlið er því fullkomlega eðlilegt og eins og það hefur verið hjá öðrum þjóðum.
Ef því verður slitið í miðjum klíðum er hins vegar komin upp fordæmalaus staða sem er stórskaðleg fyrir hagsmuni Íslands.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 22:47
Rafn og Ásmundur samningurinn liggur fyrir eins og marg oft hefur komið fram en þið viljið ekki skilja,þegar viðkomandi land hefur lokið aðlögun að ESB og breytt stjórnsýsluverki viðkomandi lands í regluverk ESB telst land tilbúið að ganga inn og gangast undir vendinn hjá ESB.Þetta endalausa tuð um að klára samning og kjósa svo er ekki til í raunveruleikanum enda reikna ég með að þið hafið aldrei lesið eitt né neitt um hvernig ESB virkar og kannski tími til kominn að þið farið að gera það áður en þið gasprið meira.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 12.4.2013 kl. 23:13
Samningur um HVAÐ;? Það er verið að skýra það fyrir þér Ásmundur,,Það er gengið út frá því sem vísu að þjóð/ríki vilji ganga í ESB, þjóðin var aldrei spurð.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2013 kl. 23:13
muh - ég er bara ekki sammála
Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 23:26
hk - þegar alþingi ákveður að sækja um
Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 23:27
Ekki sammála um hvað? Gæti ekki verið skýrara. Það voru aldrei neinir 'samningar' í gangi um neitt sem neinu máli skipti fyrir fullvalda ríki.
Elle_, 13.4.2013 kl. 01:22
Þagað um ESB: Eina framboðið sem vill hætta tafarlaust aðlögun og aðildarviðræðum við ESB er xJ Merkilegt að meira að segja á heimasíðu Heimssýnar skyldi standa í 10 daga að það tæki ekki afstöðu til ESB aðildar. Því var ekki breytt fyrr en eftir ítrekaðar athugasemdir. Fjórflokkurinn og ýmsir ESB sinnaðir græðlingar virðast hafa bundist samtökum um að þagga niður umræðu um stöðu umsóknarinnar fram yfir kosningar. Það er ljóst hvað stendur til eða hvað?
Bjarni (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 01:31
Ásmundur...hvenær var meirihluti fyrir umsókn meðal Íslendinga. Það var enginn spurður um Að Egar sótt var um þótt yfir 70% vildi fá að kjósa um það. Það var marinn fram naumur meirihluti á alþingi í óþökk meirihluta þjóðarinnar með ofbeldi og hótunum. Menn sem voru með kalda fætu voru sendir í veikindafrí og varamenn með rétta sannfæringu settir inn á meðan.
Þetta var ógeðslegasta aðför að lýðræðinu í sögu fullveldisins.
Hvað er maður annars að eyða púðri í svona vitfirringa eins og þig og Rafn....
Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2013 kl. 02:55
jsr - ertu að bulla eða hvað hefur þú fyrir því að
"Það var marinn fram naumur meirihluti á alþingi í óþökk meirihluta þjóðarinnar með ofbeldi og hótunum."
Rafn Guðmundsson, 13.4.2013 kl. 03:02
Maður spyr sig stundum hvort ESB-andstæðingar séu bjálfar.
Hve oft þarf að endurtaka allar sérlausnirnar, varanlegar og tímabundnar, stórar og smáar, sem aðrar þjóðir hafa fengið?
Er gullfiskaminnið algjört? Er nú alveg gleymt að Davíð Oddsson lét á sínum gera um þetta skýrslu sem var dregin fram í dagsljósið fyrir stuttu?
Fyrst hélt ég lengi vel að andstæðingarnir væru einfaldlega svona ómerkilegir að þeir víluðu ekki fyrir sér að ljúga að þjóðinni. Nú veit ég ekki nema þeir séu svo takmarkaðir að þeir trúi þessu sjálfir.
Annars ættu andstæðingarnir að upplýsa okkur um hvaða undanþágur eða sérlausnir við þurfum en fáum ekki.
Við höldum okkar orkuauðlindum og reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir að við höldum öllum aflaheimildum íslenskri landhelgi.
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum. Það er andlegt ofbeldi að reyna að koma í veg fyrir það með grófum rangfærslum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 18:16
Fyrst var lýðræðið fótum troðið í þessu ömurlega máli af alþingi og síðan verðum við í sífellu að hlusta á þennan þvætting um hvaða litlu gjafir og undanþágur við 'gætum fengið'. En kærum okkur bara ekkert um. Og skipta engu máli fyrir fullvalda ríki. Í guðanna bænum farið.
Elle_, 13.4.2013 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.