Leita í fréttum mbl.is

Hvað er evrukreppan og hversu lengi mun hún vara?

Fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um evrukreppuna þessa dagana. En hvað er evrukreppan? Síðustu daga hefur mest verið rætt um vandræði banka á Kýpur, en bankar í fleiri löndum eru í sviðsljósinu. Þá hafa ríkissjóðir margra evrulanda og skuldavandræði þeirra einnig verið mikið til umræðu.

Ennfremur hefur mikið verið rætt um almenna efnahagskreppu á evrusvæðinu, því framleiðsla hefur dregist saman eða staðið í stað í mörgum evrulöndum í nokkurn tíma. Afleiðing af þessu er mikið og vaxandi atvinnuleysi.

Í Financial Times í gær kemur fram að á evrusvæðinu er búist við samdrætti á fyrsta fjórðungi þessa árs og að þá hefði samdráttur á svæðinu verið samfellt í sex ársfjórðunga eða eitt og hálft ár.

Það er því eðlilegt að íbúar á evrusvæðinu velti fyrir sér hversu lengi þessi kreppa muni vara.

Hér til hliðar er til gamans varpað fram þeirri spurningu hversu lengi lesendur haldi að núverandi evrukreppa vari, þ.e. hvort henni ljúki í ár, á næsta ári, 2016, 2020, aldrei eða þegar evran hefur verið lögð af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi svoakallaða evrupkeppa er rangnefni.

Hún skýrist af því að viðkomandi lönd eyddu meira en þeir öfluðu.

Gamla góða heimilisbókhaldið klikkaði.

Ekkert flókið.

Skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðil þú notar.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2013 kl. 11:19

2 Smámynd: Elle_

Hvellur, í hinu stórkapítalíska dýrðarríki ykkar ESB-sinna eru stjórnvöld sambandsríkjanna pínd eða knúin af yfirstjórn ESB (þeirri sem ræður yfir ríkisstjórnunum) og SE til að gera ríkissjóði landanna ábyrga fyrir einkabönkum.  Í hinu stórkapítalíska dýrðarríki snýst allt um peninga. 

Elle_, 14.4.2013 kl. 12:30

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvað er stórkapítaliskt ríki?

Ég veit ekki betur en á norðurlöndunum er mikil jafnaðastefna. Og í Frakklandi og á fleirum stöðum.

Þín rök eru bara útí bláinn og opinbera ákveðna vanþekkingu almennt.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2013 kl. 13:25

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan & Hvellurinn mega ekki heyra á það minnst að það geti verið um einhverja evru kreppu að ræða.

Því afneita þeir því og tala bara um að þessi eða hin ríkin hafi reist sér hurðarás um öxl með því að þenja út skuldirnar.

Það sem að einmitt átti nú alls ekki að vera hægt í hinu pottþétta og agastýrða Evrópusambandi, en látum það nú liggja á milli hluta.

Víst geysar alvarleg gjaldmiðilskreppa á stórum svæðum evrunnar. Það er nánast öll Suður Evrópa undir, eins og Grikkland, Ítalía, Slóvenía, Kýpur, Spánn og Portúgal og jafnvel sjálft Frakkland. Gríðarlegt Atvinnuleysi uppá 15 til 30% skekur þessi þjóðfélög. Vaxandi fátækt og þjóðfélagsvandamála hafa grafið um sig.

Sum þessara ríkja eins og Spánn er samt með minni ríkisskuldir en t.d. Bretland og Bandaríkin, þannig að skuldavandinn þar er alls ekki málið.

Stóra málið er að atvinnulíf þessara landa er í sárum vegna þess að gjaldmiðillinn evran og skráning hennar er ekki í höndum viðkomandi ríkja og er í engu samræmi við þarfir þeirra og passar ekki hagkerfi þeirra og atvinnulífi.

Þess vegna eru fyrirtæki þeirra ekki samkeppnisfær með framleiðslu vörur sínar. Þess vegna missir fólk vinnuna og þess vegna engjast þessar þjóðir í gjaldmiðils kreppu.

En þó svo að allir helsu hagfræðingar heims sjái þetta þá munj S & H samt seint viðurkenna þessar staðreyndir. Því að þær passa ekki rétttrúnaðinum !

Gunnlaugur I., 14.4.2013 kl. 13:35

5 Smámynd: Elle_

Nei, Hvellur, rökin þín eru út í bláinn.  Eða frekar engin.  Prófaðu að opna augun og ýta stjörnunum einu sinni til hliðar.  Og ég ætla ekkert að skýra hvað þýðir 'stórkapítalískt ríki', meiningin liggur í orðunum. 

Þú auðvitað varst einn af þeim sem vildir borga ICESAVE svo þú ert ómarktækur, en ICESAVE var einmitt af þessum sama toga, einkaskuld einkabanka sem ríkissjóður Íslands skuldaði ekki neitt en þetta ESB-dýrðarríki þitt ætlaði að kúga okkur með.

Elle_, 14.4.2013 kl. 14:04

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elle

Sagðir þú ekki " í hinu stórkapítalíska dýrðarríki ykkar ESB-sinna" áðan?

nei eða já spurning

Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2013 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 1609
  • Frá upphafi: 1161778

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1439
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband