Leita í fréttum mbl.is

Mjög gott fyrir Ísland að vera utan evrunnar segir hollenskur hagfræðingur

Það er mjög gott fyrir Ísland að vera fyrir utan evrusvæðið, vera með eigin gjaldmiðil og seðlabanka, sagði hollenskur hagfræðingur, Dirk Bezemer í samtali við Egil Helgason í Silfri sjónvarpsins rétt í þessu.

Það er spurning hvort forystumenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafi verið að fylgjast með?

Hollenski fræðimaðurinn lagði mikið upp úr því að Ísland væri sjálfstætt og fullvalda ríki - og gæti leyst efnahagsvanda út frá sínum forsendum og með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi.

Samfylkingin og Björt framtíð vilja taka þetta vald frá Íslendingum og fela að skriffinnum í Brussel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er líka ofboðslega gott að vera vitlaus eins og fólkið sem er í Heimssýn. Það er staðreynd sem Heimssýnar fábjánar skauta alveg framhjá er að kjarskerðing íslensku krónunar hefur komið illa niður á íslenskum almenningi, fyrirtækjum.

Í stuttu og einföldu máli fyrir fábjánana hérna. Þá er íslenska krónan búin að skerða tekjur allra íslendinga á einu bretti. Líka fábjána sem eru í Heimssýn en þeim finnst greinilega kjaraskerðingin góð og vilja meira af henni.

Sá fábjánaháttur sem andstæðingar ESB sýna af sér er ekkert einsdæmi. Þetta er langvarandi krankleiki sem hefur hrjáð þetta fólk frá því fyrir 1969 margt af því og hefur valdið því meðal annars að ísland var eitt fátækasta ríki í Evrópu þangað til að það gekk í EFTA og EES. 

Rugludallar og fábjánar í Heimssýn vilja hinsvegar vera fátækir íslendingar og lifa í moldarkofum. Þeim er frjálst að gera það. Þeir eiga hinsvegar ekki að refsa öðrum íslendingum fyrir sína eigin þröngsýni og heimsku. Slíkt er ólíðandi með öllu.

Jón Frímann Jónsson, 14.4.2013 kl. 17:04

2 Smámynd:   Heimssýn

Þeir sem rita hér athugasemdir eru beðnir um að vera málefnalegir og sleppa óþarfa dónaskap.

Heimssýn, 14.4.2013 kl. 18:49

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Heiðarleikinn er sagna bestur. Ekki satt. Þeir sem skrifa inn greinar á Heimssýn eru ekki heiðarlegir og hafa aldrei verið það.

Jón Frímann Jónsson, 14.4.2013 kl. 18:58

4 identicon

Það er rangt að þessi hollenski hagfræðingur hafi talað gegn evru. Hann sagði aðeins að það væri verra að vera með evru núna á Íslandi.

Við erum hins vegar að fást við vandamál sem stafa af því að krónan hrundi og er nú í höftum vegna hættu á enn meira hruni.

Þessi vandamál væru ekki til staðar ef við hefðum haft evru. Það er því skrýtið að sjá fyrir sér að við værum með evru til að leysa vandann.

Það er auðvitað ekki rétti tíminn að taka upp evru strax eftir hrun gjaldmiðilsins. Það á að gerast áður. Næsta hrun gæti komið innan fárra ára.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 19:55

5 identicon

Something is rotten in the state of Denmark. Í þetta skiptið er fýlan af EU Jóni Freemanni. Ekki skrýtið, það eru engar jákvæðar fréttir lengur frá ESB, ekki einu sinni fréttir sem má rangtúlka sem jákvæðar.

Svona eins og Mundi tekur þetta.

Yfirskrift pistilsins er:

"Mjög gott fyrir Ísland að vera utan evrunnar segir hollenskur hagfræðingur"

Í meðförum Munda verður þetta svona:

"Þetta er rangt, evrópski sérfræðigurinn segir það vera verra að vera með evru núna á Íslandi."

Eins gott að Ásmundur er skálduð persóna, og að höfundurinn, sennilega rotinn í Danmörku, vilji ekki kannast við orð hans.

Þessi snilld Munda er reyndar ekki það besta sem frá honum hefur komið, það slær ekkert út fullyrðingu hans um að Malta, þéttbýlasta ríki Evrópu, lifði góðu lífi á byggðastyrkjum.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 21
  • Sl. sólarhring: 521
  • Sl. viku: 1973
  • Frá upphafi: 1145558

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1717
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband