Leita í fréttum mbl.is

Þráinn Eggertsson prófessor í hagfræði: Varúðarorð um evruna

Í Frjálsri verslun sem kom út um áramótin er viðtal við Þráin Eggertsson, prófessor í hagfræði. Þar fjallar hann meðal annars um evruna. Viðtalið er endurbirt í vefritinu Heimur.is.

Þar segir Þráinn meðal annars (fyrirsagnir Heimssýnar):

Ferlið á myntsvæðinu er hræðilegt

- Við munum búa við krónuna næstu árin, vænti ég. Það hefur ýmsa alkunna kosti að taka upp heimsmynt svo sem evruna, en einnig fylgja því vandamál og hættur. Ef íslenska hagkerfið er ekki í takt við leiðandi hagkerfi í slíku myntsamstarfi getur skapast sambærilegur vandi og nú ríður yfir Grikkland. Ég óttast sérstaklega slæmar afleiðingar af verðbólguvæntingum og óstýrilæti Íslendinga, ef við tökum upp alþjóðlega mynt. Í Þýskalandi, til dæmis, er verð á vöru og þjónustu stöðugt eða það hækkar eftir langt hlé um 1-3 prósent. Á Íslandi, svo sem á þessu ári, hækka einkaaðilar taxta sína hiklaust um 20-25 prósent og sama gildir um opinbera þjónustu. Almenn laun fylgja á eftir. Ef við notum erlenda mynt og slíkar hækkanir eiga sér stað mundi fljótlega kom að því að útflutningur okkar væri ekki lengur samkeppnishæfur og kreppa riði yfir. Til að setja hagkerfið aftur í gang væri nauðsynlegt að lækka verðlagið í landinu. Jafnvel þótt almennt samkomulag væri um lækkun verðlags vill enginn verða fyrstur til að lækka sín laun og taxta. Atvinnuleysi mundi þá breiðast út og ef til vill missti fjórðungur eða þriðjungur launþega vinnuna – eins og við höfum séð gerast í Grikklandi og á Spáni. Að liðnum nokkrum misserum mundu atvinnulausir bugast og launin lækka uns jafnvægi væri náð. Og menn mundu sennilega læra sína lexíu og hugsa upp frá því eins og Þjóðverjar um verðlagsmál. En þetta ferli er hræðilegt og oft gróðrarstía fyrir pólitískar öfgahreyfingar. -

Í lokin segir Þráinn þetta:

ESB flytur ekki út stjórnvisku og aga 

- Við þurfum einnig að endurskoða stöðu Íslands í umheiminum. Mig dreymir um að Ísland verði eins konar nýtt Hong Kong með öfluga samvinnu í efnahagsmálum við Norðurlöndin og Grænland, við Evrópusambandið og Bandaríkin og við rísandi ríki í þriðja heiminum. Það þarf stjórnvisku og aga ef slíkt dæmi á að ganga upp og hvort tveggja er af skornum skammti hérlendis. Sumir af félögum mínum hafa haldið því fram að skortur á stjórnvisku og aga séu sterk rök fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Reynsla jaðarþjóðanna í sambandinu undanfarið bendir þó til þess að Brussel flytji ekki út stjórnvisku og aga í miklu magni. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég er með varnarorð varðandi Þráinn Eggertsson. Maðurinn er ómerkilegur vindbelgur sem ekki er mark á takandi.

Maðurinn augljóslega veit ekkert hvað hann er að tala um frekar en fólkið í Heimssýn (fólkið í Heimssýn hefur aldrei nennt að kynna sér málin). 

Þráinn veit ennfremur ekkert hvað gerist í framtíðinni. Hvorki á morgun eða það sem gerist eftir 20 ár. Augljóslega, þar sem hann er ekki skyggn og á ekki tímavél.

Þessi grein er því bara áróðurspési sem ekkert er mark á takandi. Ég tek ennfremur eftir því að hann forðast að nefna þá kjarskerðingu sem íslenska krónan hefur valdið íslendingum. Enda voru kjör allra íslendinga lækkuð um allavegana 50% þegar íslenska krónan hrundi árið 2008.

Á Grikklandi voru laun lækkuð í mesta lagi um 20%. Ef það nær því þá. Verðlag fer ennfremur lækkandi á Grikklandi í dag þar sem núna er verðhjöðnun í gangi þar í landi samkvæmt nýjustu mælingum á verðbólgu.

Jón Frímann Jónsson, 14.4.2013 kl. 19:04

2 Smámynd:   Heimssýn

Jón Frímann! Svona dónaskapur í garð einstaklinga er ekki líðandi! Reyndu að eins að hemja þig.

Heimssýn, 14.4.2013 kl. 19:08

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Veistu. Ég ætla bara ekkert að hemja mig. Fávitaskapurinn og yfirgangurinn í Heimssýn er bara búinn að fá ganga nógu lengi óáreittur. Ef ykkur finnst þetta dónaskapur. Þá skuluð þið bara búa ykkur undir það sem gerist eftir 1. Maí. Vegna þess að þá mun ég skrúfa upp hitan á heiðarleikanum og koma með alvöru orð til þess að lýsa þessum klúbbi ykkar einangrunarsinna og fátæktardýrakandi einstaklinga á Íslandi.

Evrópusandstæðingar eru margir hverjir búnir að hafa uppi um mig mörg ljót orð. Þannig að það þýðir ekkert fyrir ykkur að kvarta og væla þegar ég fer síðan að segja sannleikan um ykkur óritskoðan og eins og hann er.

Sjái ég aftur þessa fullyrðingu um að ég hafi verið dónalegur. Þá mun ég taka á því eins og vera ber. Með því að benda á hinn óþægilega sannleika um Heimssýn og sérhagsmunina. Ég mun reyndar alveg gera það óháð þessu þar sem mér er alveg sama um hvað ykkur finnst um mig.

Vegna þess að samtökin Heimssýn eru svo miklir og óttalegir aumingjar að skoðanir þeirra eru ekki einu sinni þeirra eigin. Ykkar vegna þá vona ég að þið lokið og hættið þessu sem fyrst. Þið hafið ekkert samband við raunveruleikan og þið dásemið fátæktina og fáfræðina alla dagana vikunar.

Ef að þið hefuð haft kost á því. Þá hefðu þið verið á móti internetinu þegar það fyrst kom fram. Ég er reyndar alveg viss að einhverjir einstaklingar innan Heimssýnar hafi verið á móti internetinu á sínum tíma. Þið bara hugsið þannig og hafið alltaf gert.

Alltaf á móti öllu og öllum sem ekki passar í ykkar þröngsýna sjónarhorn af heiminum. Það er staðreyndin um Heimssýn. Annað er bara auglýsingar frá ykkur sem byggja á skáldskap og hafa ekkert með raunveruleikan að gera.

Jón Frímann Jónsson, 14.4.2013 kl. 19:50

4 Smámynd:   Heimssýn

Jón Frímann: Það sem hefur aðallega komið hér fram um helgina er það sem verið hefur í öðrum fjölmiðlum. Þess vegna er erfitt að skilja þessi viðbrögð hjá þér. Þér er velkomið að taka þátt í umræðunni hér en vinsamlegast virtu almennar siðareglur.

Heimssýn, 14.4.2013 kl. 20:17

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Endilega leyfum Jóni Frímanni að þenja sig hér.

Þetta er einhver besti bandamaður þjóðarinnar gegn ESB aðild !

Gunnlaugur I., 14.4.2013 kl. 22:00

6 identicon

Ekki hefur prófessorinn mikið álit á Íslendingum. Hann  virðist halda að við séum engu betri en Grikkir og að við stöndum öðrum norðurlandaþjóðum langt að baki.

Vitaskuld stöndum við þeim efnahagslega langt að baki en þetta er spurning um að kunna fótum sínum forráð.

Ég kannast ekki við 20-25% almennar verðhækkanir nema vegna gengishruns krónunnar og stundum mikilla launahækkana í kjölfarið.

Eftir upptöku evru verður ekki sami þrýstingur á launahækkanir vegna þess að þær hafa tengst gengislækkun krónunnar sem hefur leitt til verðhækkana á innfluttum vörum og þannig rýrt kaupmáttinn.

Hækkun launa leiðir svo til enn frekari verðhækkana svo að kaupmátturinn veikist og krafa um launahækkun kemur aftur fram osfrv osfrv.

Með upptöku evru verður þessi hringavitleysa liðin til. Þá kemst á stöðugleiki sem gefur miklu sjaldnar tilefni til launahækkana.

Kjarabætur geta þá snúist um aðra hluti en laun eins og vinnutíma. Stytting vinnutíma getur gefið tilefni til sömu launa fyrir sömu afköst enda eru afköst á Íslandi á unna stund með því versta sem þekkist allavega á vesturhveli jarðar.

Þannig getur evran komið að gagni á óvæntan hátt. Ef við gerum þau mistök að hækka laun án þess að það sé innistæða fyrir því, eins og Ítalir hafa gert, þá verða afleiðingarnar það alvarlegar að við endurtökum ekki þann leik.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 22:37

7 identicon

Aðalatriðið er að það fylgja litlar sem engar hættur evrunni ef leikreglunum er fylgt.

Hrun á gengi krónunnar getur hins vegar hafist þegar minnst varir og gert Ísland gjaldþrota.

50% lækkun á gengi krónunnar þýðir að erlendar skuldir tvöfaldast og verða algjörlega óviráðanlegar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 22:52

8 Smámynd:   Heimssýn

Hvaða leikreglur voru brotnar þegar verðbólguþróun varð mismunandi í evrulöndunum svo að samkeppnisstaða þróaðist með mismunandi hætti - og viðskiptajöfnuður varð misjafn og þar með eigna- og skuldaþróun. Þetta er eitt aðalvandamálið sem evran hefur skapað - og það voru engar leikreglur beinlínis brotnar. Það þarf ekki nema lítinn mun á verðbólgu á ári hverju til að skapa stórfelldan vanda á nokkrum árum. Þetta er hinn innbyggði vandi evrunnar.

Heimssýn, 14.4.2013 kl. 23:34

9 Smámynd: Elle_

Voru ekki Jón Frímann og mentorinn hans að tala um fyrir skömmu hvað fólk væri ógurlega vont við aumingja saklausa Jón sem aldrei gerir pöddu mein?  Voru ekki kærur í gangi?  Ætli öllum kærunum hafi verið kastað út?

Elle_, 14.4.2013 kl. 23:39

10 identicon

Dæmi um brot á leikreglum er að hækka laun án þess að nein innistæða sé fyrir því. Það veikir samkeppnisstöðuna og minnkar útflutning. Innflutningur eykst hins vegar vegna meiri kaupmáttar launa.

Það er einnig brot á leikreglum að safna skuldum í góðæri eins og enginn sé morgundagurinn. Í góðæri á að greiða niður skuldir svo að svigrúm myndist í samdrætti. Þá má auka skuldir ef þær eru ekki of miklar fyrir.

Þessar leikreglur eiga auðvitað einnig við um þjóðir utan evrusvæðisins. En ef þær eru með sinn eigin gjaldmiðil er hægt að taka fé af almenningi og lækka laun til að greiða skuldir með því að fella gengi gjaldmiðilsins.

Það er framfaraspor fyrir almenning að slík "rán" séu ekki möguleg með evru enda önnur ráð tiltæk. Það eru einföld hagstjórnartæki. Íslendingar hafa kannski ekki mikla trú á þeim enda virka þau ekki sem skyldi með krónu.

Með upptöku evru munu Íslendingar uppgötva að þeir eru ekki hagstjórnaraular. Þá verður þeim ljóst að krónan var ónýt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 14:18

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Mér þykja nú punghárunum hafa fjölgað hjá heimssýn undanfarið miðað við þennan talsmáta hjá þeim. Sérstaklega í ljósi þess að þær fullyrðingar sem koma hérna fram eru ekkert nema raðlygar og blekkingar fólks sem er gjörsamlega úr öllu sambandi við raunveruleikan, og vísar gjarnan í annað fólk á svipuðu reiki.

Sjaldan er alltaf allt sem sýnist og fullyrðingar margra erlendra ESB andstæðinga sem heimssýn heldur svo mikið upp á er gjarnan byggð á hreinrækuðum fasisma og eða ný-frjálshyggju í ætt við  Margaret Thatcher og Ronald Regan. Bæði stefnur sem ollu gífurlegum skaða þar sem þær voru stundaðar og lögðu sem dæmi efnahag Íslands í rúst.

Síðan er það hitt. Sú hugmyndafræði sem heimssýn stjórnast af að mestu leiti er sú hugmyndafræði sem gerði íslendinga að fátækstu þjóð í Evrópu langt fram eftir 9 áratugnum. Ástandið var sérstaklega slæmt fyrir árið 1969 áður en Ísland gekk í EFTA. Stofandi samtakana heimssýn barðist hatramlega gegn inngöngu Íslands í EFTA og notaði þá sömu rök og í dag gegn EFTA aðild Íslands. Þennan leik endurtók hann þegar röðin kom að EES samningum, og núna á að endurtaka leikinn með ESB aðildarviðræðunar.

Afsakið. Það er bara andskotans komið nóg af þessu kjaftæði í ykkur. Það er verst að þið eruð svo gífurlega vanhæf sjálf að þið sjáið ekki ykkar eigin þrönghyggju og heimsku að þið haldið þessu kjaftæði ykkar fram án þess að skeyta engu um staðreyndir málsins. Jafnvel þó svo að ykkur sé bent á þær í beinum heimildum. Ég meina, fjandinn. Slíkt er hámark hrokans og mun alltaf vera það.

 Margir innan heimssýnar eru ennfremur ekkert annað en nasista og fasista pakk sem er hvergi húsum hæft í siðuðu þjóðfélagi. Heimssýn ætti að gera íslensku þjóðinni greiða og leggja sjálfan sig niður hið fyrsta og biðjast afsökunar á þessum kjánaskap sem frá þeim hefur komið á undanförnum árum.

Ég þarf ennfremur ekki að taka þátt í neinum umræðum hérna til þess að valta yfir heimssýn. Ég ætla að gera slíkt á blogginu mínu. Þar sem ég get tjáð mig án þess að einhver fáviti í sauðalitnum sé að skamma mig fyrir að benda á staðreyndir og kvabba um það að ég þurfi að sína mannasiði. Á meðan viðkomandi er sjálfur búinn að ljúga upp og ofan í alla um Evrópusambandið, markmið þess og stefnur.

Hérna er síðan spurning sem heimssýn getur ekki svarað.

Getur heimssýn komið með dæmi þess efnis að Evrópusambandið hafi tekið auðlyndir af aðildarríkjum þess og nýtt þær í sína eigin þágu.

Ég bið ekki um mikið. Bara eitt dæmi. Svarið nú eða lifið í skömminni það sem eftir er.

Jón Frímann Jónsson, 16.4.2013 kl. 05:06

12 Smámynd:   Heimssýn

Norðmenn komu í veg fyrir að ESB næði yfirráðum yfir fiskveiðiauðlind þeirra með því að hafna aðildarsamningi. Með aðild að ESB færast yfirráðin yfir fiskveiðiauðlindinni til Brussel. Þannig hefur ESB formleg yfirráð yfir megninu af fiskveiðisvæðum ríkjanna í dag.

Heimssýn, 16.4.2013 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 266
  • Sl. sólarhring: 313
  • Sl. viku: 2180
  • Frá upphafi: 1187036

Annað

  • Innlit í dag: 243
  • Innlit sl. viku: 1931
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband