Leita í fréttum mbl.is

Spánverjar missa trúna á ESB

Það eru athyglisverðar upplýsingar sem koma fram hjá pistlahöfundi Financial Times í dag.  Í pistlinum lýsir hann þeim þrengingum sem Spánverjar hafa lent í vegna evrusamstarfsins og segir að Spánverjar hafi misst trúna á ESB og stofnanir þess.

Spánverjar voru reyndar fremur óheppnir í upphafi evrusamstarfsins. Vextir voru allt of lágir miðað við efnahagsaðstæður heima fyrir, en Seðlabanki Evrópu beitti vaxtastefnu miðað við evrusvæðið í heild. Ódýru lánsfé var dælt inn í húsnæðisgeirann með tilheyrandi þenslu og verðhækkunum. Útlendingar keyptu sér húsnæði í massavís, einkum Bretar, en líka einhverjir Íslenidngar.

Eftir að banka- og evrukreppan hélt innreið sína hefur hins vegar allt snúist á hvolf. Frá 2009 hefur verð á húsnæði lækkað um 30%, samdráttur er í efnahagsmálum og atvinnuleysið er komið í um 25%, þar af um 50% fyrir ungmenni.

Mótmælahreyfingum hefur vaxið fiskur um hrygg, en nú eru það einkum þeir sem mótmæla vinnuaðferðum bankanna sem mest ber á.

Þótt Spánn hafi ekki formlega fengið aðstoð úr björgunarsjóði ESB, AGS og SE, þá hefur Spánn í reynd farið á björgunarprógramm þessara aðila. Ríkið er það stórt að það þykir ekki gott afspurnar að svo stórt evruríki njóti formlegrar björgunaraðstoðar. Sérfræðingar AGS hafa þó verið þar með fast aðsetur lengi, auk þess sem ESB og Seðlabanki Evrópu eru einnig með puttana í málefnum Spánar.

Það er því fremur þungt hljóðið í Spánverjum núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þið þurfið að benda á fréttir í miðlum sem allir hafa aðgang að eða fá leyfi til að endurbirta þessa pistla. sennilega er þetta bara skoðun eins manns

Rafn Guðmundsson, 15.4.2013 kl. 22:09

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Rafn Guðmundsson - Heldur þú virkilega að frétta frásagnir og vangaveltur hinns virrta alheims fjármálatímarits Financial Times séu aðeins einskorðaðar skoðanir einhvers eins manns.

Jafnvel þó svo að einhver einn rannsóknarblaðmaður þess tímarits sé skrifaður fyrir greininni. !

Mikið svakalega getur þú stundum verið barnalegur í þinni blindu ESB trú !

Gunnlaugur I., 15.4.2013 kl. 23:32

3 identicon

Þegar ekki er um að ræða pólitíska stefnu segja blaðamenn, allavega virtra blaða, eigin skoðun. Annars myndi engin nenna að lesa blöðin.

Það kemur hins vegar ekki á óvart að ofstopamaðurinn Gunnlaugur haldi öðru fram og jafnvel trúi því.

Annars væri það ekki skárra ef Financial Tímes hefði það fyrir pólitíska stefnu að vera á móti ESB.

Þá gæti blaðamaðurinn í raun verið að tala sér þvert um geð.

Annars er það bara það sem búast má við að ESB sé kennt um þegar kreppa skellur á. Ástæðan er hins vegar skondin.

Lágir vextir eru af hinu góða. Spánverjar ákváðu hins vegar að nota tækifærið til að fara á fjárfestingarfyllerí.

Það er auðvelt að grípa til mótvægisaðgerða gegn slæmum afleiðingim vaxtalækkunar. Það vanræktu Spánverjar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 08:06

4 identicon

Það sætir furðu hve ánægjan er mikil með ESB og evru.

Þegar kreppir að er eðlilegt að menn verði tvístígandi jafnvel þó að vandamálin hafi ekkert með evru að gera.

Samt sem áður er yfirgnæfandi meirihluti með ESB og evru skv þeim skoðanakönnunum sem ég hef séð eða lesið um undanfarin misseri.

Það er hins vegar alltaf þannig í öllum málum að einhverjir eru á móti. Það er þess vegna einskis virði að vitna í einhvern einn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 1939
  • Frá upphafi: 1186795

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1712
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband