Leita í fréttum mbl.is

Árni og Jóhanna ætluðu að klára ESB-aðild á 12 mánuðum árið 2009

Það er lítið að marka það sem Samfylkingin hefur sagt um þann tíma sem tæki að ganga frá samningi um aðild að ESB. Árið 2009 sögðu bæði Árni Páll og Jóhanna Sigurðardóttir að þetta þyrfti ekki að taka meira en eitt ár. Nú hafa viðræður verið í gangi í nær fjögur ár. Þó segir Árni nú að það megi klára þetta á 18 mánuðum.

Það er búið að fara yfir um helming af léttustu viðræðuköflunum. Erfiðustu kaflarnir eru eftir. Árni Páll, Össur og restin af Samfylkingunni treysti sér skiljanlega ekki til að fjalla um fiskveiðiauðlindina fyrir kosningar og ekki heldur um landbúnaðarmálin.

Samfylkingin er búin að fá sinn séns í þessu máli. Hún hafði síðasta kjörtímabil til að klára þetta mál. Henni tókst það ekki. Því er eðlilegt að gefa bæði Samfylkingunni og þessu máli frí. Þetta er komið gott. Það er óþarfi að eyða milljörðum í þetta aðlögunarferli þegar ljóst er að Íslendingar vilja ekki fara inn í Evrópusambandið. Með því að halda áfram aðlögunarferlinu er aðeins verið að fara eftir þeirri hugmyndafræði ESB að þvinga Íslendinga til að uppfylla þann samning sem felst í ESB eins og það er í dag.

Það kominn tími til þess að Íslendingar hætti að láta ESB og Samfylkinguna hafa sig að fíflum.

 


mbl.is Óverulegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópusinnar eiga auðvitað að kjósa VG sem bjóða bestu hraðferðina. VG vill ljúka aðildarviðræðum á "...til dæmis 1 ár frá kosningum."

Jón G (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 09:17

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - það er ekki umdeilt að ykkar menn (jb og fl.) hafi tekist að eyðileggja mikið.

Rafn Guðmundsson, 16.4.2013 kl. 09:19

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann Rafn Guðmundsson fer að slá Jóni Frímanni út hvað heimskulegar og ruglingslegar yfirlýsingar varðar..

Jóhann Elíasson, 16.4.2013 kl. 11:45

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - það eru nú ekki allir svona klárir eins og þú Jóhann E

Rafn Guðmundsson, 16.4.2013 kl. 13:28

5 identicon

Stjórnarandstaða sem virðist hafa það eina markmið að eyðileggja fyrir ríkisstjórnarflokkunum hlýtur alltaf að ná vissum árangri.

Sérstaklega þegar stjórnarandstaðan er einnig innan annars ríkisstjórnarflokksins, meira að segja sem ráðherra með erfiðustu ESB-málaflokkana.

ESB hefur einnig haft öðrum hnöppum að hneppa en að bjarga Íslendingum undan krónuokinu.

Það er heldur ekki eðlilegt að kjósa um aðild í miðri heimskreppu. Að leggja mat á kosti þess og galla að ganga í ESB er best að gera þegar ástandið er aftur komið í eðlilegt horf.

Að vísu liggur okkur á. Ef krónan hrynur aftur innan fáeinna ára, eins og við má búast, eru okkur allar bjargir bannaðar. 50% lækkun á gengi leiðir til 100% hækkunar á erlendum skuldum sem verða þá óviðráðanlegar.

Litlar erlendar skuldir ríkissjóðs 2008 urðu okkur til bjargar. Nú er staðan allt önnur. Ísland er eitt skuldugasta ríki í heiminum°mælt sem hlutfall af landsframleiðslu.

Greiðslubyrðin er enn verri vegna þess að við njótum mun verri vaxtakjara en sumar skuldugri þjóðir.

Með upptöku evru munu vaxtakjörin snarbatna auk þess sem aukin samkeppnishæfni vegna stöðugleika mun skapa störf, auka tekjur og bæta lífskjör.

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 14:28

6 identicon

Hagvöxtur er hæpinn mælikvarði á efnahagslega velsæld eins og sést best á því að vanþróuð ríki raða sér í mörg efstu sætin yfir mestan hagvöxt í heiminum.

Hagvöxtur vegna peningaprentunar sem veldur síauknum viðskiptahalla ár eftir ár og sífellt vaxandi skuldum er lítils virði. Þetta á við um Bandaríkin.

Fyrir hrun héldum við uppi fölskum hagvexti með því að láta hverja virkjana- og stóriðjuframkvæmdina taka við af annar. Það olli mikilli bólu í hagkerfinu sem var dæmd til að springa með hruni á gengi krónunnar.

ESB-löndin eru á botni kreppunnar, við eru á uppleið. Mörg önnur lönd eins og Bandaríkin hafa tekið sér gálgafrest. Það er því ekkert fengið með því að bera saman hagtölur hinna ýmsu landa eins og þær eru núna. 

Samanburðurinn verður að ná yfir mörg ár, jafnvel áratug(i).

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 21:54

7 identicon

Jæja, þá er Ásmundur mættur aftur. Og eins og alltaf áður þegar kemur frétt eins og þessi um að engar eða óverulegar undanþágur er að fá, sem rekur allt sem hann Ásmundur hefur hingað til haldið fram, öfugt ofan í hann, þá fer hann að að skrifa um eitthvað allt annað, sem kemur fréttinni ekkert við.

Ásmundur, opinberi starfsmaðurinn sem er á mála hjá Evrópustofu hefur haldið því stöðugt og blákalt fram á bloggsíðu Vinstrivaktarinnar, að við fengjum ekki aðeins undanþágu í sjávarútvegsmálum, heldur fengjum að halda Íslandsmiðum út af fyrir okkur!! Á sömu bloggsíðu lýsti hann yfir trausti á aðalsamningamanni Íslands við ESB. Nú segir þessi sami samningamaður, að það verði ekki um neinar undanþágur að ræða, sem skipta máli. Og það er tvímælalaust rétt hjá manninum. Enn og aftur hefur quislingurinn Ásmundur verið afhjúpaður sem lygari.

En vittu til, Ásmundur: Betri tímar eru framundan. Eftir 27. apríl verður aðlöguninni hætt og ég spái því að áróðursskrifstofu ESB, Evrópustofu verði lokað. Þá hættir þú að fá greitt og verður að leita á önnur mið, kannski  þarftu að fara að leita þér að alvöru vinnu. Life's a bitch, ain't it?

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1928
  • Frá upphafi: 1186784

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1702
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband