Leita í fréttum mbl.is

Íslandsbanki lýsir þokkalegri stöðu hér en afleitri á evrusvæðinu

Í rafrænu fréttabréfi greiningardeildar Íslandsbanka, Morgunkorni, er lýst skilningi sérfræðinga bankans á stöðu mála hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Þar kemur m.a. fram að hagvöxtur er hér á landi nokkru meiri en að jafnaði í nágrannalöndunum. Mestu munar þó að atvinnuleysið er mun minna hér en t.d. á evrusvæðinu, þar sem það er skelfilegt.

Fram kemur í greinarkorni Íslandsbanka að AGS spái því að hagvöxtur verði nálægt tveimur prósentum hér á landi í ár og á næsta ári. Síðan segir í Morgunkorni bankans í dag:

Meiri hagvöxtur en í flestum nálægum löndum
Þrátt fyrir að hagvöxtur verði hér hægur á næstunni mun hann verða nokkru meiri að mati AGS en að meðaltali í nálægum löndum. Þannig spáir stofnunin því að 0,3% samdráttur verði á evrusvæðinu í ár og að hagvöxtur næsta árs verði þar einungis 1,1%. Þá spáir stofnunin því að hagvöxtur í Bretlandi verði 0,7% í ár og 1,5% á næsta ári. Öllu meiri hagvexti spá þeir hins vegar í Bandaríkjunum eða 1,9% í ár og 3,0% á næsta ári.

Staða og þróun atvinnuleysis önnur
Þróun og staða atvinnuleysis verður nokkuð önnur hér á landi á næstunni en í nálægum löndum að mati AGS. Þannig mun atvinnuleysi standa í stað á evrusvæði í 12,3% á milli áranna 2013 og 2014 á sama tíma og það er að lækka hér líkt og áður sagði og fer úr 5,0% í 4,6%. Af samanburðinum má sjá að atvinnuleysið er mun minna hér en á evrusvæðinu og raunar lægra en víðast hvar í Evrópu. Í Bretlandi mun atvinnuleysið einnig standa í stað í 7,8% á milli áranna 2013 og 2014 að mati stofnunarinnar. Atvinnuleysi mun hins vegar minnka í Bandaríkjunum á milli þessara tveggja ára og fara úr 7,7% í 7,5%.

(Feitletranir eru Heimssýnar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 2399
  • Frá upphafi: 1165027

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2039
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband