Leita í fréttum mbl.is

Fimmtíu prósent ýkjur Samfylkingar í Evrópumálum

Það er fróðlegt að fletta Fréttatímanum sem kom út í gærkvöldi. Þar kemur fram að Samfylkingin ýkir um 50 prósent í Evrópumálunum.

Fréttatíminn fer í gegnum fullyrðingar nokkurra flokka fyrir kosningar og metur sannleiksgildi þeirra. Samfylkingin fullyrðir meðal annars að lánskjör séu með þeim hætti að í Evrópu borgi menn íbúð sína rúmlega einu sinni en hér á landi rúmlega tvisvar.

Staðreyndin er sú, segir Fréttatíminn, að það hversu oft við borgum íbúðina ræðst af raunvöxtum, þ.e. vöxtum umfram verðbólgu. Verðbólgan sjálf komi á endanum ekki inn í jöfnuna, enda sé hún bæði fyrir ofan strik (í íbúðaverðinu) og neðan (í greiðslum af láninu).

Síðan segir Fréttatíminn að ef miðað sé við 40 ára íbúðalán með jafngreiðslum eins og hér tíðkist (væntanlega verðtryggð) þá greiðum við 1,46 íbúðir ef raunvextir eru 2%, en 2,24 íbúðir ef raunvextir eru 4,7% eins og nú bjóðist hjá Íbúðalánasjóði. Munurinn sé nær því að vera 50% en ekki 100% eins og gefið sé í skyn. Þetta kann að þykja nógu mikið, en svo mætti bæta því við að þeir sem einna helst njóta munarins eru lífeyrissjóðir hér á landi sem geta þá væntanlega greitt hærri lífeyri fyrir vikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 2427
  • Frá upphafi: 1165801

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 2108
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband