Leita í fréttum mbl.is

Grikkir hafa tapað þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum

grikkirtapaGrikkir eru í verulega vondum málum, ekki hvað síst vegna þess að evrusamsarfið hindrar eðlilega aðlögun hagkerfisins að nýjum aðstæðum. Ráðstöfunartekjur íbúa landsins hafa lækkað um ríflega 30%.

Visir.is segir svo frá: 

Nýjar tölur frá hagstofu Grikklands, ELSTAT, sýna að laun í Grikklandi hafa almennt lækkað um 22% á síðustu þremur árum eða frá því að skuldakreppa þeirra hófst. Þegar 10% verðbólgu á tímabilinu er bætt við hafa Grikkir tapað um þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum á þessum tíma.

Í frétt um málið á Reuters segir að þessi samdráttur í tekjum Grikkja hafi valdið því að einkaneysla í landinu hefur dregist saman um 16% frá árinu 2009. Það er þetta fall í einkaneyslu sem einkum skýrir mikinn samdrátt í landsframleiðslu landsins undanfarin ár. Í ár er búist við 4,5% samdrætti. Einkaneyslan stendur undir um 75% af landsframleiðslunni og er það hæsta hlutfallið meðal landa á evrusvæðinu.

Það sem gerir stöðuna enn verri er hið mikla atvinnuleysi sem ríkir í Grikkland en það nemur yfir 25% í dag. Þar að auki hafa grísk stjórnvöld skorið niður velferðarstyrki sína um 15 og á árunum 2010 til 2012 voru skattar á heimili landsins auknir um 17%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 2393
  • Frá upphafi: 1165310

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2048
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband