Leita í fréttum mbl.is

Efnahagssérfræðingur þýsku stjórnarinnar telur evruna feiga

Sérfræðingur og ráðgjafi ríkisstjórnar Þýskalands telur evruna feiga. Á sama tíma eru ríkisstjórnir í Evrópu að reyna að blása lífi í þennan gjaldmiðil og segja allt verða gert til að bjarga honum.

Sérfræðingurinn, Kai Konrad, telur að evran eigi varla meira en fimm ár eftir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vonast hins vegar til þess að geta tekið evruna upp eftir 10 ár.

Í öllu þessu er mikil óvissa: Verður Árni Páll á þingi eftir 10 ár? Verður Samfylkingin til eftir 10 ár eða hefur hún þá runnið saman við Bjarta framtíð og sameinaður flokkur heitir þá kannski Skýr Samtíð?


mbl.is Telur lífslíkur evrunnar takmarkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evran er í mannárum talið orðin 107 ára og rambar því á grafarbakkanum. Það gera reyndir flestir vestrænir gjaldmiðlar, sem útskýrir kannski hvers vegna þeir eru allir að hrynja núna samtímis.

Þegar krónan verður aflögð bráðum, bæði að nafninu til en einkum og sér í lagi sú verðtryggða, þá legg ég til að í staðinn verði tekin upp Lífsgæðakróna (LKR). Verðgildi hennar miðist við framfærslu meðal einstaklings eins og hún er á hverjum tíma, og seðlabanka verði falin sú ábyrgð að haga peningamálastefnu þannig að hún sé ávallt á föstu gengi. Til þess getur hann beitt ýmsum verkfærum, og í öllu falli getur ríkið þá beitt valdi sínu til þess ef þarf, til dæmis með því að skattleggja bankana og ná peningum inn þegar of mikið af þeim er í umferð miðað við framfærsluþörf, og tímasetja svo vandlega hvenær þeim peningum sé sleppt aftur í umferð með því að verja þeim í uppbyggingu samfélagsinnviða og meiri aukningu lífsgæða.

Þetta er ekki flókið. Allt sem þarf er vilji til breytinga.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2013 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 347
  • Sl. sólarhring: 360
  • Sl. viku: 2149
  • Frá upphafi: 1186128

Annað

  • Innlit í dag: 290
  • Innlit sl. viku: 1864
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband