Leita í fréttum mbl.is

Íbúar Evrópu vantreysta ESB!

Meirihluti almennings í sex stærstu Evrópulöndunum vantreysta ESB. Hlutfall þeirra sem vantreysta ESB er 72% á Spáni, 69% í Bretlandi, 59% í Þýskalandi, 56% í Frakklandi, 53% á Ítalíu og 47% í Póllandi.

Traust almennings á ESB hefur snarminnkað undanfarin fimm ár.

Þetta kom fram í könnun sem gerð var í nóvember í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi sem Lundúnablaðið Guardian greinir frá - og fréttastofa RUV segir frá fyrir skömmu. Í fimm af löndunun sex vantreystir meirihlutinn sambandinu.

Nú er það spurningin hvort Samfylkingin og Björt framtíð fylgist með því sem er að gerast í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantraust Íslendinga á Alþingi hefur undanfarna áratugi verið í hærri kantinum. Stundum farið vel yfir 90%. Í ljósi þess þá virðast íbúar Evrópu hafa þarna eitthvað sem virkar betur og fólk er ánægðara með. Og jafnvel á Spáni, þar sem 72% vantreysta ESB, eru samt yfir 80% fylgjandi Evrunni. Fylgjendur Krónunnar hér eru ekki nema um helmingur.

Nú er það spurningin hvort einangrunarsinnar fylgist með því sem er að gerast á Íslandi þegar ESB á hug þeirra allan.

Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

SonK (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 11:53

2 Smámynd:   Heimssýn

Við vitum vel hvað er að gerast hér á landi, þótt við séum ekki sérstaklega að fjalla um það í innskotinu hér að ofan, og við fögnum því að traust á ýmsum stofnunum hér á landi hefur aftur verið að aukast. Þróunin í ESB, sem við erum að fjalla um hér að ofan, virðist vera meira og meira í þá átt að Evrópubúar vantreysti ESB og þeir skynja betur og betur hvílíkar ógöngur evran hefur komið þeim í, samanber það sem er að gerast í Þýskalandi þar sem nýr stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður sem treystir ekki evrunni og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Þýskalands spáir endalokum evrunnar. Atvinnuleysi fer vaxandi hennar vegna á Spáni og víðar og fátækt breiðist út. Fólk hefur reyndar takmarkaðan áhuga á ESB eins og kosningar til ESB-þingsins sýna, því þingið og stofnanirnar eru fjarlægar og fólkinu finnst það lítil áhrif hafa á það sem embættis- og stjórnmálaelítan þar eru að bardúsa.

Heimssýn, 25.4.2013 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 1804
  • Frá upphafi: 1186146

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1575
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband