Leita í fréttum mbl.is

Haraldur veđurfrćđingur tćtir í sig útreikninga Árna Páls, Marđar, Björgvins G. og Magnúsar Orra

haraldurÍslendingar sem tekiđ hafa óverđtryggđ lán hafa undanfarin ár borgađ íviđ minna fyrir húsnćđislán en ýmsir ađrir íbúar Evrópu. Miđađ viđ vexti Arionbanka og Írlandsbanka og verđbólguţróun eru Írar ađ borga helmingi meira ađ raungildi en Íslendingar af húsnćđisláni.


Ţetta er inntakiđ í grein sem Haraldur Ólafsson, prófessor í veđurfrćđi, ritar og birt er í Fréttablađinu í dag. Greinin ber heitiđ Írinn borgar ţrjár íbúđir en Íslendingurinn tvćr. Árni Páll og Samfylkingarfólkiđ hafa fariđ mikinn yfir ţví ađ húsnćđislánin séu dýr hér á landi, en Haraldur sýnir fram á međ mjög einföldum hćtti ađ ţetta er alls ekki rétt miđađ viđ algeng lán sem í bođi hafa veriđ.

Framsetning Haraldar er mjög skýr og auđskilin og er grein hans endurbirt hér í heild, en feitletranir og undirstrikanir eru Heimssýnar.

Haraldur segir:

Fáar ţjóđsögur eru lífseigari en sú ađ lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga ađ međ innlimun landsins í Evrópusambandiđ opnist flóđgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga.


Viđskiptablađiđ hefur eftir ummćli Björgvins G. Sigurđssonar á Alţingi 13. mars sl. um ađ Íslendingar greiđi sem nemur aukaíbúđ umfram ađra í formi hárra vaxta. Í Fréttablađinu 10. apríl segir Magnús Orri Schram ađ Íslendingar borgi miklu meira fyrir íbúđir en ađrir. Ekki ósvipađ stef kveđur Mörđur Árnason í Fréttablađinu 18. apríl og margir ađrir hafa haft svipuđ orđ, oft í sama mund og vistin í Evrópusambandinu er lofuđ og prísuđ.


Raunvextir mćla verđ á lánsfé, en ţađ eru vextir ađ frádreginni verđbólgu. 7% vextir í 5% verđbólgu samsvara nćrri 2% raunvöxtum. Fáir mundu telja slíkt leiguverđ á peningum tilefni til sárra kvartana, ţótt einhverjum gćti ţótt 7% hátt hlutfall viđ fyrstu sýn. Miđađ viđ verđbólgu 2012 og lán međ föstum vöxtum til 5 ára í Arion banka eru raunvextir húsnćđisláns á Íslandi 2,3%. Í ţví evrulandi sem nćst okkur er, Írlandi, eru raunvextir húsnćđislána í Írlandsbanka reiknađir međ sama hćtti 3,6%. Ađ gefnum ţessum forsendum óbreyttum og eins ađ tekiđ sé kúlulán fyrir öllu kaupverđinu má segja til samrćmis viđ ţađ orđfćri sem nú er vinsćlt ađ eftir 30 ár borgi Íslendingurinn tćpar tvćr íbúđir en Írinn tćpar ţrjár íbúđir. Ekkert segir ţó ađ ţessi munur geti ekki breyst í hvora áttina sem er. Eins má vafalaust finna stađi í Evrópu ţar sem kjörin eru ýmist lakari eđa betri fyrir lántaka en í Írlandsbanka.


Íslendingar sem tekiđ hafa óverđtryggđ lán hafa undanfarin ár borgađ íviđ minna fyrir húsnćđislán en ýmsir ađrir íbúar Evrópu, en ţađ hefur ekki alltaf veriđ ţannig.

Raunvextir á Íslandi hafa oft veriđ 1-2 prósentustigum hćrri en í nágrannalöndunum. Ţađ ćtti ekki ađ koma á óvart. Vextir ráđast m.a. af aldri einstaklinga í samfélaginu og vilja til sparnađar, en hvorugt vinnur međ lágum vöxtum á Íslandi. Ekki er á hinn bóginn augljóst samhengi milli stćrđar myntsvćđa og raunvaxta, enda eru raunvextir ekki bara breytilegir í tíma heldur líka milli landa á sama myntsvćđi og jafnvel milli hreppa í sama landi. Eins er peningur misdýr eftir ţví hver lánar. Ţađ ţekkja ţeir sem flutt hafa viđskipti sín milli banka eđa sjóđa á Íslandi. Einhvern tímann gćti sú stađa komiđ upp ađ verđ á lánsfé verđi hátt á Íslandi, svo hátt ađ menn vilji grípa í taumana. Ţá eru hćg heimatökin, ţví til er kerfi vaxtabóta og fjármagnstekjuskatts sem stilla má međ einu pennastriki. Nú ţegar er ţađ kerfi reyndar keyrt á fullu ţrátt fyrir ađ raunvextir séu lágir.


Nú er ţađ svo ađ fyrrnefndir frambjóđendur sem tóku til máls um verđ á lánsfé eru sómamenn, enda hafa ţeir allir gefiđ kost á sér til ađ sinna fremur vanţakklátum ţjónustustörfum fyrir ţjóđina. Skiljanlega hafa ţeir ekki haft tćkifćri til ađ fara yfir skrýtnar vaxtatölur sem sveima um í umrćđunni eins og draugar ađ nóttu. Ţeim gefst vonandi góđur tími til ţess eftir kosningar.


Ađrir ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandiđ ćttu svo ađ leita ađ öđrum og betri rökum en ađ međ ađild Íslands komi miklir og ódýrir leigupeningar. Sú leit gćti reynst erfiđ og ţá er hćgast ađ hćtta henni og snúa sér ađ ţarfari málum. Ţađ yrđi auđvitađ best fyrir alla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Ţađ er nauđsynlegt ađ taka miđ af síđustu áratugum, en ekki síđustu árum!

Ţađ er ekki langt ţangađ til "föstu-vaxta-5 ára-fresturinn" hjá Arion banka er útrunninn. Hvers vegna voru bara fastir vextir í fimm ár af óverđtryggđu lánunum frá Arion banka, sem veitt voru eftir hrun?

Ţađ vćri fínt ef fjölmiđla-mafían á Íslandi gćti upplýst almenning um jafn sjálfsagđa kröfu almennings og blekktra auđvaldskúgađra stjórnmálamanna!

Ţađ er engin undankomuleiđ lengur fyrir glćpaklíkur bankanna. Bankamafíu-fjölmiđlarnir geta haldiđ áfram sínum ofbeldisverkum, en ţađ munu allir fá ađ vita hvernig ţeir nauđga almenningi heimsins!

Ég bendi fólki á ađ lesa bls. 14 og 15 í endurútgefinni og nýlegri bók Jóhannesar Björns: Faliđ Vald.Ţar lýsir hann hvernig nýir stjórnmálamenn eru kúgađir.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 26.4.2013 kl. 14:44

2 identicon

Ţađ hvarflar ekki ađ mér ađ verja evrópudrauma samfylkingar eđa ţeirra hugmyndir um "jöfnuđ" í húsnćđismálum en ég verđ samt ađ segja ađ ţetta er ţađ alvitlausasta sem ég hef séđ skrifađ um íbúđalán á klakanum! Í fyrsta lagi hafa óverđtryggđ fasteignalán veriđ í bođi til mjög fárra ára og í annan stađ ţá er ţađ lítill hluti fasteignakaupenda sem stenst greiđslumat til ađ borga af ţeim. Ţví eru verđtryggđ lán ennţá allsráđandi og til fróđleiks er hér dćmi úr reiknivél Landsbanka: Ef ég kaupi 30 milljóna íbúđ og fć 70% (21m) lánađ til 40 ára á 3,75 % verđtryggđum vöxtum og reikna međ 4% verđbólgu út lánstímann ţá ţarf ég ađ greiđa samtals 98.524.124 kr. til baka af láninu. Í sömu reiknivél fć ég út ađ til ţess ađ greiđa 98,5 milljónir til baka af óverđtryggđu láni ţurfa vextirnir ađ fara í 11,6 % !! Verđbólgan í dćminu er 4% svo raunvextirnir sem flestir búa viđ eru 7-8 % en ekki rúm tvö eins og Haraldur heldur hér ranglega fram. Ţađ verđur vonandi eitt af fyrstu verkum nćstu ríkisstjórnar ađ aftengja verđtryggingarvítisvélina frá húsnćđismálum almennings og erum viđ Haraldur ţó sammála um ađ ţar er evrópusambandsađild engin töfralausn og eru mér enn í fersku minni fréttir frá Ítalíu fyrir nokkrum mánuđum ţar sem íbúđaeigendur stukku fram af svölum íbúđa sinna og frömdu sjálfsmorđ frekar en ađ láta bera sig út. Hef ekki heyrt af neinu slíku hér á landi, ekki einu sinni í umdćmi sýslumannsins á Selfossi! :-)

Sigurđur R Kristinsson (IP-tala skráđ) 26.4.2013 kl. 18:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1176914

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband