Leita í fréttum mbl.is

Stefna flokkanna í ESB-málum

Stefna þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis er þessi í málefnum er varða ESB:


Alþýðufylkingin
berst skilyrðislaust gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
http://www.althydufylkingin.blogspot.com/p/drog-stefnuskra-alyufylkingarinnar.html


Flokkur heimilanna er andvígur aðild Íslands að ESB.
http://flokkurheimilanna.is/malefnin/


Framsóknarflokkurinn
: Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld best tryggt hagsmuni Íslands á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/03/ályktanir.pdf

Húmanistaflokkurinn: Við viljum ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í ESB hafa bankarnir og fjármálaöflin öll völd og útilokað væri að hafa sjálfstæði innan þess til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til að koma á nýju peningakerfi og hindra annað hrun.


Regnboginn: Fullveldi Íslands verði tryggt. Sem alþjóðasinnar höfnum við aðild Íslands að Evrópusambandinu og viljum tafarlaus viðræðuslit og stöðvun á því aðlögunarferli sem nú á sér stað. Við teljum að Ísland eigi í samvinnu við Norðmenn að hefja endurskoðun á EES samningnum. Við teljum viðskiptafrelsi þjóða mikilvægt og viljum stuðla að auknum viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir óháð viðskiptablokkum.
http://regnboginn.is/stefnuyfirlysing-regnbogans/fullveldi-og-sjalfstaed-utanrikisstefna/


Sjálfstæðisflokkurinn
telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram. http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal/


Vinstri hreyfingin - grænt framboð:
Landsfundur Vinstri grænna telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, til dæmis 1 ár frá kosningum. Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ennfremur beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. 
http://www.vg.is/wp-content/uploads/2013/02/alyktanapakkinnallur_loka_efnisyfirlit.pdf
 


Lýðræðisvaktin: Við viljum
•  Að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár
Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
• Ljúka samningaviðræðum við ESB
Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar
http://xlvaktin.is/stefnan/veraldarvaktin/


Landsbyggðarflokkurinn: Engin stefna fannst um málaflokkinn.
http://www.landsbyggdin.is/n

Sturla Jónsson: Engin stefna fannst um málaflokkinn

Hægri grænir: 
Í hnotskurn:
• Þjóðaratkvæðagreiðsla innan 6 mánaða um hvort það eigi að halda áfram viðræðum.
• Nota reynslu ESB samninganefndar og niðurstöður hennar til þess að gera tvíhliða sérsamninga við ESB í anda Sviss.
• Endurskoða EES samninginn og setja í þjóðaratkvæði.
• Hlúa að EFTA samstarfinu, sem og öðrum fríverslunarsamningum.
• Þjóðin ræður alltaf – bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla – beint lýðræði.
http://www.afram-island.is/stefnumal/esb-malefni/



Dögun: Um aðildarviðræður við ESB segir í Kjarnastefnu Dögunar:
„Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði.“
http://xdogun.is/stefnan/stefna-dogunar-i-utanrikis-og-althjodamalum/


Píratar: Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild en aftur á móti eiga þeir að vera undirbúnir undir hvora niðurstöðuna sem er.
http://www.piratar.is/stefnumal/

Björt framtíð: Löndum góðum samningi við ESB sem þjóðin getur eftir upplýsta umræðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.Þá opnast leið til gjaldmiðilssamstarfs við Evrópska seðlabankann (ERM II), sem strax getur aukið stöðugleika. Svo getum við tekið upp evru þegar skilyrði skapast til þess. Það er auðvitað ekki töfralausn en þó að öllum líkindum sigurstranglegasta leiðin í átt að efnahagslegum stöðugleika.
http://www.bjortframtid.is/aherslur/


Samfylkingin: Það er forgangsatriði jafnaðarmanna að halda aðildarviðræðum áfram af fullri einurð og að leggja fullbúinn samning í þjóðaratkvæði. Aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru eru mikilvægasta skrefið í átt til efnahagslegs stöðugleika, hagvaxtar og betri rekstrarskilyrða fyrir heimili og fyrirtæki. http://www.samfylkingin.is/Portals/0/1_Skjalasafn/Landsfundur%202013/Stj%C3%B3rnm%C3%A1la%C3%A1lyktun%20Samfylkingarinnar%202013.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 233
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 2713
  • Frá upphafi: 1164920

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 2330
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband