Leita í fréttum mbl.is

Er ESB að reyna að koma viðræðum í gang aftur?

Það fyrsta sem manni dettur í hug við lestur á þessari frétt er að einhverjir innan ESB séu að reyna að freista þess að halda viðræðum áfram þrátt fyrir að úrslit þingkosninganna sýni að það sé skýr vilji fyrir því að hætta viðræðunum.

Sjálfsagt skýrist þessi frétt nánar, en hún ber það með sér að ESB láti sig í engu varða um það sem hefur verið að gerast á Íslandi.


mbl.is Tvö opnunarskilyrði í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Undirstrikar þessi frétt ekki bara það, hvað Össur og aðrir af svipuðu kalíberi eru búnir að ljúga sig ofan í rassgat og út í hafsauga í allri umræðu um þetta "blessaða" evrópusambansrugl? Annars ágætt að fá eina svona frétt, rétt í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum...svona bara rétt til að ýta við drengjunum á Þingvöllum, sem lofað hafa miklum hlutum. Væri ekki ónýtt að sjá það sem efsta mál á baugi að slíta viðræðum við Brusselvibbann og snúa sér að endurreisn Íslands.

Halldór Egill Guðnason, 7.5.2013 kl. 04:53

2 Smámynd: Sandy

Össur er klárlega búinn að skrökva miklu um ESB umsóknina hér heima.En gáum að því að þeir fóru af stað með þessa umsókn algerlega án þess að hafa fyrir því að fá opinberaðan vilja þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og þar var ekki bara Össur eða vinstri stjórnin heldur stór hluti af stjórnarandstöðu þ.e. þeim flokkum sem nú reyna að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta er einfalt mál, þessir (ég veit ekki hvaða orð ég á að nota yfir þetta fólk) leyfa sér að halda því fram að þjóðin viti einfaldlega ekki hvað henni er fyrir bestu, þegar það liggur fyrir að þjóðin þarf fólk við stjórnun bæði efnahags og peningamála sem er tilbúið að starfa með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, en ekki  græðgivæðingu og einkahagsmunapot, allt slíkt þarf að hreinsa út úr stjórnkerfinu, en borga góð laun miðað við að við erum bara 320þús en ekki 320mill

Sandy, 7.5.2013 kl. 06:26

3 identicon

Það þarf að búa til atburðarás svo þingflokkar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi útgönguleið frá stefnu sinni og loforðum sem snúa að ESB málunum þ.a.s. að halda áfrám aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 07:28

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er komið að því að Evrópulönd frelsi sig sjálf frá banka-kúgurunum. Ekki frelsar Brussel-hvítflibbaliðið verkafólkið úr þrælafjötrum glæpabanka.

Það þarf samstöðu þjóðar/þjóða (almennings), til að takast á við nauðsynleg risaverkefni. Áróðursfjölmiðlar og sundrungaröfl eru samstöðunni hættuleg. Slík heilaþvotta-áróðursöfl verður að varast á þessum hættutímum.

Gleymum ekki að það voru fjölmiðla/dagblaða-heilaþvottastöðvar, sem gerðu bönkum og eftirlits-klíkum kleyft að ræna bankakerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Sömu fjölmiðla/dagblaða-heilaþvottastöðvar eru enn starfandi á óbreyttan hátt, núna nokkrum árum seinna. Skipta í mesta lagi um ritstjóra og stjórnmálaklíku til að verja og stjórnarandstöðu til að berja á.

Hverju á almenningur von á? Að sama spillta eftirlitskerfið og fjölmiðla-froðusnakkið forði okkur hættu frá? Og "allir hinir" eigi að sjá um almennings-gagnrýni-eftirlitið og réttmætar kröfur almennings um siðferðis-breytingar samfélagsins?

Það þurfa allir að taka þátt í að segja frá spillingunni, en ekki bara sumir. Við erum öll hlekkir í keðjunni. Því heilli sem hlekkirnir eru, því sterkari verður keðjan.

Það þarf meir en tvo hlekki á Þingvöllum, í heila keðju. Hversu heilir eru allir hinir hlekkirnir, sem ekki eru á Þingvöllum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2013 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1778
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1562
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband