Leita í fréttum mbl.is

Hver er stefna D og B varðandi ESB?

altingiÞað er gagnlegt að rifja upp nú þegar stjórnarmyndunarviðræður standa yfir hjá Framsóknarflokki  og Sjálfstæðisflokki hver stefna þeirra er varðandi aðild að ESB. Í því efni skiptir mestu máli hvað æðstu stofnanir flokkana hafa samþykkt., þ.e. það sem Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á síðasta landsfundi sínum á þessu ári og það sem Framsóknarflokkurinn samþykkti á síðasta flokksþingi sínu sem einnig var haldið á þessu ári.

Það hefur áður komið fram að báðir flokkarnir telja að hag Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir:  Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samþykktina er að finna hér: http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/utanrikisnefnd_loka.pdf

Þetta verður ekki skilið öðru vísi en svo að Sjálfstæðisflokkurinn vilji hætta viðræðum við ESB strax. Þetta er grundvallaratriði.

Í öðru lagi er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að ef til þess kemur að viðræður verði teknar upp aftur verði það ekki gert nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan texta er ekki hægt að skilja svo að flokkurinn vilji eða ætli að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ætla má að þessi hluti textans hafi verið hugsaður til nota ef Sjálfstæðisflokkurinn færi í samstarf við flokk eða flokka sem væru fylgjandi aðild og áframhaldandi viðræðum.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með sömu stefnu í málinu
Í flokksstjórnarsamþykkt Framsóknarflokksins segir: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samþykkt Framsóknarflokksins er að finna hér: http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/03/ályktanir.pdf

Efnislega er þetta sama afstaða og hjá Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarmenn vilja hætta viðræðum. Þeir vilja jafnframt að viðræðum verði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á sama hátt og gildir um ályktun Sjálfstæðismanna er síður en svo hægt að ganga út frá því að Framsóknarmenn vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um málið, nema þá helst til að skera úr um ágreining við mögulegan samstarfsaðila í ríkisstjórn.

Þetta er sem sagt hin pólitíska staða flokkanna sjálfra miðað við samþykktir þeirra eins og þær eru á vef flokkanna: Þeir vilja hætta viðræðum. Þeir telja enga þörf á að kjósa um málið, en ef það á að halda viðræðum áfram verði kosið um það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það liggur því beinast við að álykta út frá þessu að nái þessir tveir flokkar saman, sem er náttúrulega ekkert öruggt enn, þá sé ESB-málið dautt og það sé engin þörf á að kjósa um málið.

En hvað sögðu forystumenn, frambjóðendur og hver er skilningur kjósenda?
Nú virðist það vera skilningur margra að jafnvel þótt stefna flokkanna sé skýr, eins og samþykktir þeirra bera með sér, og jafnvel þótt skýr niðurstaða hafi fengist í kosningunum með sigri Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að hætta aðildarviðræðum við ESB þá eigi eftir sem áður að láta kjósa um málið með einhverjum hætti. Endanleg framtíð þess eigi að vera í höndum þjóðar í beinni kosningu. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig og það má rökstyðja það með lýðræðisrökum jafnvel þótt ekkert í samþykktum flokkanna segi að þetta eigi að vera niðurstaðan. Ein rökin geta verið þau að aðeins með þjóðaratkvæðagreiðslu sé hægt að útkljá málið í eitt skipti fyrir öll og fá alla til að sætta sig við niðurstöðuna. Önnur rök eru þau að það sé eðlilegt að sá réttur, sem hefur verið í umræðunni, að kjósendur eigi að eiga síðasta orðið í ESB-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, verði ekki frá þeim tekinn.

Eigi að fylgja þessum sjónarmiðum eftir þarf að teygja samþykktir flokkanna ansi langt, því þessi rök eru ekki nægjanlega skýr og gild svo hægt sé að samræma þau samþykktum flokkanna. Með því að vísa til óljóst skilgreindrar lýðræðisástar og þess að þetta sé eina leiðin til að ljúka málinu gætu þessir flokkar verið farnir að beita sams konar rökum og Vinstri grænir gerðu í ríkisstjórn með Samfylkingunni og réttlættu þannig gerðir sínar í ríkisstjórn og á þingi, sem þeim áttu að vera þvert um geð miðað við stefnu flokksins.

Hvað sögðu þá formenn flokkanna og aðrir forystumenn í kosningabaráttunni. Mátti af orðum þeirra ráða eitthvað annað en stóð í samþykktri stefnu flokkanna? Það verður ekki séð að svo hafi verið, heldur hafi menn haldið sig við stefnuna, jafnvel þótt fimir fjölmiðlamenn hafi reynt að toga ýmislegt til og teygja, sem vonlegt var.

Hvernig verður viðræðum hætt?
Síðan er það spurningin hvernig viðræðum um aðild verði hætt. Verður það gert með einfaldri samþykkt ríkisstjórnar og verkstjórn utanríkisráðherra eða þarf að koma til samþykkt Alþingis? Vegferðin með umsóknina hófst með samþykkt þingsins og því má telja eðlilegt að henni verði jafnframt lokið með samþykkt þingsins. Þessa hlið þarf þó sjálfsagt að skoða betur með hliðsjón af lögum, stjórnskipun og eðli máls.

Aðalatriðið er það að samþykktir flokkanna fela það í sér að viðræðum skuli hætt og það er ekkert sem segir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið nema ef halda eigi viðræðum áfram. Það vilja þeir flokkar ekki sem nú eru að semja um ríkisstjórnarsamstarf, þannig að slíkar kosningar ættu að vera óþarfar. Sjálfsagt er þó að kanna þessi mál nánar, bæði lagalegar, pólitískar og efnahagslegar hliðar þess, en ekki hvað síst að fara ofan í saumana á því hvernig haldið hefur verið á aðildarviðræðunum til þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er stefna ræningjabanka, fjölmiðla, MMR, Gallup og fleiri meðhjálpara-atburðarásar-stjórnenda mafíueyjunnar Íslands?

Hættum þessu bulli um aukaatriði og fjölmiðlafrasa-falsara-snakk!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2013 kl. 17:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gleymdi að telja upp stærstu skiplögðu glæpastofnunina, sem kallast á Íslands-máli: "LÍFEYRISSJÓÐIR" VERKAFÓLKS!

Annar eins brandari hefur hvergi annarstaðar fundið sér stað í vesturlanda-bankaráns-klasanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2013 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1795
  • Frá upphafi: 1182998

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1577
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband